Íslensk glæpasaga á toppnum

Íslendingar taka íslenskum gæðamyndum vel þegar þær koma út á DVD, sem sést best á því að íslenska spennumyndin Borgríki, eftir Ólaf Jóhannesson,  rýkur beint á topp nýjasta DVD listans íslenska, ný á lista.

Borgríki er nútíma glæpasaga í reykvískum raunveruleika og segir frá serbneskum bifvélavirkja sem missir ófætt barn sitt í árás þegar meðlimir íslensks glæpahrings ráðast inn á heimili hans. Í hefndaraðgerðum sínum gegn þeim tvinnast örlög hans saman við lögreglukonu sem ýtt er út á ystu nöf, spilltan yfirmann hennar í fíkniefnadeild lögreglunnar og glæpakóng sem er að missa tökin á veldi sínu.

Ófrísk í öðru sæti

Jennifer Lopez og hinir ófrísku foreldrarnir í What to Expect When You´re Expecting, síga niður í annað sæti listans úr því fyrsta, en myndin hefur átt góðu gengi að fagna undanfarnar fjórar vikur.

Spennumyndin Cold Light of Day með Bruce Willis hefur einnig verið vinsæl, og situr nú í þriðja sæti, upp um tvö.  Jason Statham er rólegur í fjórða sætinu í myndinni Safe, og í fimmta sæti er rómantíska gamanmyndin Five-Year Engagement

Tvær nýjar myndir til viðbótar við Borgríki eru á listanum, Killer Joe með Matthew McConaughey, sem fer beint í 9. sætið og Beverly Hills Chihuahua 3, sem fer beint í 17. sætið.

Sjáið topp 20 listann í heild sinni hér að neðan: