Mjallhvítur toppur

Snow White and the Huntsman, sem fjallar um Mjallhvíti og dvergana sjö, er toppmyndin á DVD listanum fyrir vikuna 8. – 14. október á Íslandi.  Myndin er búin að vera í tvær vikur á lista, fór beint í annað sætið í síðustu viku, en er núna komin alla leið á toppinn. Það er Kristen Stewart sem fer með hlutverk Mjallhvítar.

What to Expect When your´re Expecting fór beint í annað sæti listans á meðan Safe, mynd Jason Stathams, fellur úr fyrsta sæti niður í það þriðja á sinni fjórðu viku á lista.  Hin nýja myndin á listanum, spennuhrollurinn Piranha 3D, náði ekki að heilla menn eins og What to Expect gerði, og lenti í 14. sæti. Hún gæti þó átt eftir að hækka á listanum á næstu vikum.

Í fjórða sæti er svo spennumyndin Cold Light of Day og í fimmta, upp um eitt sæti, er teiknimyndin The Lorax.

Hér að neðan er listinn í heild sinni: