The Five-Year Engagement (2012)12 ára
Frumsýnd: 11. maí 2012
Tegund: Gamanmynd, Rómantísk
Leikstjórn: Nicholas Stoller
Skoða mynd á imdb 6.2/10 79,452 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
A Comedy About the Journey Between Popping the Question and Tying the Knot.
Söguþráður
Þau Tom og Violet hafa ruglað saman reitum og ber ekki á öðru en að þau eigi afar vel saman þótt trúarlegur bakgrunnur þeirra sé ólíkur. Að því kemur að Tom ákveður að biðja Violet að giftast sér og hún þarf ekki að hugsa sig um áður en hún segir já. Þar með eru þau trúlofuð. En trúlofuninni fylgir sú pressa að allir, bæði vinir, fjölskylda og aðrir ættingjar, vilja fá að vita hvenær sjálft brúðkaupið verður haldið. Í fyrstu stefna þau Tom og Violet á að gifta sig innan árs frá trúlofuninni en óvænt atvinnutilboð sem Violet fær frá fyrirtæki í annarri borg framlengir þá áætlun í tvö ár. Við fylgjumst síðan með hvernig þau Tom og Violet takast á við nýjar aðstæður í nýrri borg undir stöðugri pressu frá frá vinum og vandamönnum að ákveða brúðkaupsdaginn. Þegar Violet býðst síðan að framlengja starfssamning sinn við fyrirtækið sem hún vinnur hjá frestast brúðkaupsdagurinn enn og aftur um óákveðinn tíma með óvæntum afleiðingum ...
Tengdar fréttir
02.09.2013
Dakota verður ástkona Christian Grey í 50 Shades of Grey
Dakota verður ástkona Christian Grey í 50 Shades of Grey
Leikkonan Dakota Johnson hefur verið ráðin í hlutverk Anastasia Steele í myndinni sem gera á eftir hinum erótísku og gríðarvinsælu bókum 50 Shades of Grey sem Universal Pictures og Focus Features framleiða. Dakota, sem er dóttir leikaranna Don Johnson og Melanie Griffith, mun leika hina ungu menntaskólastúdínu sem fer í kynferðislegt samband með Christian Grey, ungum iðnjöfri,...
13.05.2012
Húmor og raunsæi í örlátri lengd
Húmor og raunsæi í örlátri lengd
Er það einhvers staðar neglt niður í samningnum þegar Judd Apatow býr til bíómyndir að þær verði stöðugt að vera korteri til tuttugu mínútum lengri heldur en þær þurfa að vera? Án þess að gera lítið úr þeim merka manni og þeim ómetanlegu áhrifum sem hann hefur haft á dramatískar gamanmyndir (og gamansamar dramamyndir) þá get ég hugsanlega talið upp svona þrjár...
Trailerar
Stikla bönnuð börnum
Stikla
Umfjallanir
Svipaðar myndir