Gangster Squad fær stiklu

Það er enginn smá leikhópur á ferðinni í glæpaepíkinni The Gangster Squad, en fyrsta stiklan fyrir myndina var að detta á netið. Berið kanónur á borð við Ryan Gosling, Sean Penn, Josh Brolin, Robert Patrick og Nick Nolte, að ógleymdri Emma Stone augum í henni hér fyrir neðan:

Myndin er byggð á viðamikli grein sem birt var í sjö hlutum í LA Times er fjallaði um aðgerðir lögreglunnar í Los Angeles á fimmta áratug síðustu aldar til að berjast gegn spillingu og skipulagðri glæpastarfsemi. Verkefnið var þegar í stað sett í forgang hjá Warner Brothers og höfðu þónokkrir leikstjórar verið orðaðir við myndina áður en Ruben Fleischer, sem leikstýrði Zombieland og 30 Minutes or Less, fékk starfið. Þetta verður þriðja kvikmynd hans, og verður að teljast talsverð tilbreyting frá fyrri myndum hans –  og talsvert stökk uppávið í bæði stjörnukrafti og peningum. Því verður mjög forvitnilegt að sjá útkomu myndarinnar, og hvort ákvörðun Warners um að fela honum starfið hafi verið rétt. Af stiklunni að dæma sýnist mér svo vel geta verið.

Álit?