Andrew Stanton kynnir mátt frásagnar

Óskarsverðlaunaleikstjórinn sem færði okkur m.a. Toy Story, Finding Nemo, Wall-E og John Carter, sem verður frumsýnd nú síðar í vikunni, hefur komið fram í nýju myndbandi frá TED Talks þar sem hann ræðir kjarna frásagnar og hvað hann telur mikilvægt í góðum sögum.

Eins og þið getið búist við er náunginn ákaflega sjarmerandi líkt helstu snillingunum Pixar og hann kann svo sannarlega að halda áhuga fólks frá byrjun til enda. Andrew kynnir hér hvernig hann kynntist mátt frásagnar og byrjar á endanum með John Carter og vinnur sig til baka í gegnum lykilpunkta til upphafs ævi sinnar. Þetta er vel þess virði að kíkja á og ætti klárlega að vera skylduáhorf fyrir hvern sem langar að komast í skemmtanabransann eða verða höfundur.

John Carter hefur fengið ásættanlegt lof hingað til og lofar góðri skemmtun í bíóhúsum, en enginn efar að þetta verður í það minnsta vel sögð saga fyrst að Stanton var á bak við myndavélarnar. Náunginn kann sitt fag.