Sjö nýjar John Carter ljósmyndir

Ein stærsta kvikmynd næsta árs, John Carter, virðist ekki fá mikla athygli þessa daganna þrátt fyrir að vera rándýr, stútfull af efnilegu fólki og fyrsta leikna leikstjóraverkefni óskarsverðlaunahafans Andrew Stantons. Myndin er ein sú dýrasta sem gerð hefur verið og er áætlaður kostnaður myndarinnar circa 250 milljónir bandaríkjadollara, en það gerir hana dýrari en Avatar. Myndin þarf að hala inn rúmar 700 milljónir dollara á heimsvísu til að eiga séns á að fá framhald, sem veldur mörgum aðdáendum bókanna miklum áhyggjum. Myndin er einnig fyrsta leikna verkefni Pixar-manna og markar þannig mikilvæg tímamót í ferli þeirra.

Nýlega voru birtar sjö nýjar ljósmyndir úr John Carter(væri sáttari með raunverulega titil myndarinnar, Princess of Mars) en þær sýna flestar voða lítið sem sást ekki í fyrstu stiklu myndarinnar fyrir utan nokkrar af skrítnum Marsbúum.

Satt að segja væri ég virkilega til í að þetta yrði að langri kvikmyndaseríu en miðað við áhugaleysið fyrir myndinni og gróðavon Disney-manna virðist það ekki líklegt. Lengi hefur það verið draumur í Hollywood að gera kvikmyndir eftir Barsoom-bókunum og geta þó flestir talist sáttir að þessi líti dagsins ljós. Eru lesendur spenntir fyrir John Carter?