John Carter (2012)12 ára
( John Carter of Mars )
Frumsýnd: 9. mars 2012
Tegund: Spennumynd, Vísindaskáldskapur, Ævintýramynd
Leikstjórn: Andrew Stanton
Skoða mynd á imdb 6.6/10 213,719 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Söguþráður
John Carter er hermaður sem er sendur til Mars þar sem hann er tekinn til fanga af hinum þriggja metra háu verum sem þar hafa hreiðrað um sig. John tekst um síðir að sleppa úr prísundinni og hittir þá hina fögru prinsessu Dejuh Thoris sem hefur verið hrakin frá völdum. Í framhaldinu lendir John á milli steins og sleggju í baráttunni um yfirráðin á plánetunni rauðu og neyðist til að taka afstöðu fyrir hvað og hverja hann vill berjast. Sú barátta á heldur betur eftir að taka á sig ýmsar myndir því erfitt er að sjá hverjum John getur treyst og hverjir sitja á svikráðum ...
Tengdar fréttir
01.01.2015
Flopp ársins 2014
Flopp ársins 2014
Nú þegar nýtt ár er gengið í garð þá er upplagt að líta yfir farinn veg og skoða þær myndir sem gengu ekki upp fjárhagslega á árinu sem var að líða. Þrátt fyrir að 2014 hafi ekki átt myndir á borð við John Carter eða The Lone Ranger þá voru margar myndir sem floppuðu illa á árinu. BoxOffice.com hefur tekið saman fjármagnsáætlanir og heildartekjur mynda á heimsvísu....
06.03.2013
Óskarsverðlaunahöfundur skrifar fyrir Wachowski systkinin
Óskarsverðlaunahöfundur skrifar fyrir Wachowski systkinin
Tónskáldið Michael Giacchino er sérstaklega lagið við að semja tónlist fyrir kvikmyndir í vísindaskáldsagnastíl. Til dæmis samdi hann tónlist fyrir Star Trek Into Darkness, John Carter og Super 8, og nú er hann kominn með rétt eina vísindaskáldsöguna á sitt borð. Samkvæmt tónlistarvefsíðunni FilmMusicReporter.com þá hefur Giacchino verið ráðinn til að semja tónlist...
Trailerar
Stikla #2
Kitla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 51% - Almenningur: 60%
Svipaðar myndir