Cher vill meira bíó eftir Las Vegas

Söng- og leikkonan Cher, sem vann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Moonstruck á níunda áratugnum, hefur áhuga á að snúa sér aftur að leik í kvikmyndum þegar hún hættir að skemmta í Las Vegas í febrúar á næsta ári. Ástæðan er að Cher skemmti sér svo vel við að leika í nýju myndinni sinni Burlesque.

Cher segir: „Ég gæti farið í tónleikaferð eftir Las Vegas, en ég er ekki viss um að það sé það sem ég vil gera strax þar sem það er langt síðan ég hef fengið frí.
Mér fannst mjög gaman að vinna að þessari kvikmynd, og eiginlega svo gaman að ég vildi gjarnan gera aðra mynd. Ég mun hins vegar aldrei fara að gera margar myndir.“
Þrátt fyrir hvað hún er hrifin af Burlesque og þrátt fyrir áhuga hennar á að gera fleiri myndir, viðurkennir Cher að það hafi verið talsverð vinna að punta sig fyrir myndavélarnar. Hún bætir við: „Það var 60 manna lið í kringum mig og það tók það tvo tíma að gera mig klára.“
Hún segir að þetta hafi þó alltaf á endanum skilað frábærum árangri, og hún hafi verið stórkostlega flott, loksins þegar hún var klár í tökur.
Það eru komin nokkur ár síðan Cher stóð síðast fyrir framan kvikmyndatökuvélar, en síðasta stóra mynd hennar var Tea with Mussolini´árið 1999, þar sem hún lék Elsa Morganthal Strauss-Armistan.