The Social Network forsýning – Miðasala komin í gang!

Núna á miðvikudaginn, þann 29. september, ætlum við að halda forsýningu á nýjustu mynd Davids Fincher, The Social Network, sem er einnig þekkt undir nafninu „Feisbúkk myndin.“ Sýningin verður kl. 20:00 í sal 1 í Smárabíói (400 sæti), rúmlega tveimur vikum á undan almennum sýningum á Íslandi og tveimur dögum á undan frumsýningu í Bandaríkjunum. Þetta verður EINA hlélausa (for)sýningin á myndinni. Miðaverð er 1300 kr.

Hægt er að kaupa miða í gegnum netið (smellið hér). Ef þið eruð ekki með kreditkort verður boðið upp á það að kaupa miða í miðasölu Smárabíós eftir helgi. Þú getur mætt á mánudeginum, þriðjudeginum eða miðvikudeginum og keypt miða á staðnum milli kl. 18:00-20:00.

The Social Network er saga um stofnendur samskiptavefsíðunnar Facebook. Haustnótt eina árið 2003, settist Harvard nemandinn og forritunarsnillingurinn Mark Zuckerberg niður við tölvuna sína til að byrja að vinna að nýrri hugmynd. Hugmyndin vex upp í að verða alheims samfélagskerfi, og bylting í samskiptum. Sex árum og 500 milljón „vinum“ síðar er Mark Zuckerberg orðinn yngsti bandaríski milljarðamæringur í sögunni…en velgengnin hefur líka í för með sér persónuleg og lagaleg vandamál. Með aðalhlutverk fara þeir Jesse Eisenberg (Adventure- og Zombieland), Andrew Garfield (nýi Spider-Man) og Justin Timberlake (dö).

Myndin þykir algjört skylduáhorf að mati stjórnenda síðunnar og erlendir dómar virðast ekki elska myndina neitt síður. Kíkið hér á það sem menn hafa verið að segja:

4/4
„Movie of the year!“ – Rolling Stone

9.5/10
„A brilliantly layered film … another home run for Fincher and about as close to perfection one can hope for with such a complex tale.“ – ComingSoon.net

5/5
„A mesmerizing, bewildering and infuriating protagonist makes this movie about Facebook’s creation a must-see.“ – Hollywood Reporter

Vonum að sjá sem flesta á sýningunni. Ef sótt er vel á þessa gæti það leitt til fjögurra forsýninga á næstu mánuðum. Segi ekki hvaða myndir við erum að pæla í, a.m.k. ekki strax.

Ég minni á eftirfarandi punkta:

– David Fincher
– Hlélaus sýning
– 16 dögum fyrir frumsýningu hérlendis

Hvað meira þarf til að gefa kvikmyndaáhugamönnum áskrift að eðal bíókvöldi?

T.V.