Quantum Leap loksins í bíó

Hver man ekki eftir Quantum Leap þáttunum þar sem leikarinn Scott Bakula fór á kostum í hlutverki Sam Becketts, manns sem ferðaðist um í tíma og vaknaði á nýjum stað í hverjum þætti og alltaf í líkama annars manns.

Nú er í bígerð að gera bíómynd eftir þessum þáttum, en Bakula sjálfur tilkynnti þetta á Comic Con hátíðinni á dögunum. „Góðu fréttirnar eru þær að Don [ Quantum Leap höfundurinn Donald P. Bellisario ] er að vinna að handriti að kvikmynd og er með stóran Hollywood framleiðanda á hliðarlínunni sem hefur áhuga á verkefninu….og það var kominn tími til. En það sem ég hélt alltaf að myndi gerast, það gerðist..[að hann sjálfur er orðinn of gamall til að leika aðalhlutverkið ]. En Dean [Stockwell, sem lék Al] og ég munum samt koma fram í myndinni. Don sagði að meðan hann væri að skrifa ætti hann erfitt með að hugsa einhverja aðra leikara í aðalhlutverkin, en ég er sannfærður um að honum tekst það,“ sagði Bakula.

Quantum Leap voru sýndir á Íslandi við miklar vinsældir, en framleiddar voru fimm þáttaraðir, sú síðasta árið 1995.

Stikk: