Midnight in Paris – stærsta Woody Allen mynd frá upphafi

Sony Pictures Classics tilkynnti í dag að nýjasta mynd Woody Allen, Midnight in Paris, hafi farið yfir 50 milljón dollara markið í tekjum í Ameríku, og sé komin upp í 50.062.843 Bandaríkjadali, svo þetta sé alveg hárnákvæmt.
Midnight in Paris er nú orðin tekjuhæsta mynd Woody Allen frá upphafi í Norður Ameríku í dollurum talið, en þess ber að geta að talan er ekki leiðrétt fyrir verðbólgu og breytingu á miðaverði í gegnum tíðina.