Meira um aðsókn að Harry Potter

Við viljum leiðrétta fyrri tölur sem birtust hér á vefnum, en þær voru áætlaðar aðsóknartölur. Hið rétta er, að samkvæmt lokatalningu halaði Harry Potter inn 90,2 milljónir dollara á fyrstu þremur sýningardögunum, og er það nýtt aðsóknarmet í Bandaríkjunum. Hún stefnir einnig hraðbyri í að slá met Star Wars: The Phantom Menace í að vera fljótust að hala inn 100 milljónir dollara. Phantom Menace náði því á 5 dögum, en Harry Potter kemur líklega til með að ná því á 4 dögum ef svo heldur fram sem horfir. Einnig sló Potter aðsóknarmetið í Bretlandi, en hún halaði inn um helgina 23,6 milljónir dollara þar, en gamla metið átti Phantom Menace með 14,7 milljónir dollara. Potter kemur til með hala inn grimmt næstu vikur, a.m.k. þar til Lord Of The Rings verður frumsýnd vestra þann 19. desember næstkomandi.