Margar stjörnur í The Modern Ocean

Anne Hathaway, Keanu Reeves, Daniel Radcliffe og Jeff Goldblum verða á meðal leikara í The Modern Ocean, sem er í undirbúningi.hathaway

Leikstjóri er Shane Carruth en um er að ræða dramatíska ævintýramynd sem fjallar um grimma samkeppni í skipasiglingum þar sem siglt er með verðmætan farm.

Carruth er hugbúnaðarverkfræðingur sem ákvað að reyna fyrir sér í sjálfstæðri kvikmyndagerð. Fyrsta myndin hans var Primer sem fékk dómnefndarverðlaun og Alfred P. Sloan-verðlaunin á Sundance-hátíðinni. Næsta mynd hans var Upstream Color sem kom út 2013.

Carruth mun einnig leika í The Modern Ocean og framleiða myndina.