Lundgren hefði stútað innbrotsþjófunum

Á síðasta ári bárust fréttir að vopnaðir menn hefðu brotist inn á heimili hasarmyndastjörnunnar Dolph Lundgren. Samkvæmt fréttinni voru bæði dóttir Lundgren og eiginkona heima þegar mennirnir brutust inn, en ræningjarnir flúðu þegar þeir uppgötvuðu hver átti húsið.

Nýlega tjáði leikarinn sig um innbrotið. Lundgren lét hafa eftir sér „Já, það er satt. Þeir brutust inn og tóku nokkra hluti, en skiluðu svo flestu og fóru. Þeir sáu mynd af mér og flúðu. Ég var ekki heima, þeir geta þakkað fyrir það. Dóttir mín spurði þá afhverju þeir væru að þessu fyrst þeir væru aðdáendur mínir.“

Aðspurður hvernig hann hefði brugðist við ef hann hefði verið heima sagði Lundgren, „Það hefði verið mikið af blóði. Það hefði ekki verið fallegt. Börnin mín hefðu þurft á geðlækni að halda.“ Dolph Lundgren, sem birtist okkur seinast á myndinni The Expendables, er rúmlega 1,95 m á hæð og hefur æft karate stíft í áratugi.

– Bjarki Dagur