Lohan féll á lyfjaprófi, og gæti endað í grjótinu

Kvikmyndaleikkonan Lindsay Lohan, sem er 24 ára og nýsloppin úr fangelsi, lýsti því yfir á Twitter síðu sinni að hún hefði fallið á eiturlyfja og alkóhólprófi, sem henni bar að mæta í samkvæmt réttarúrskurði. Hún lýsti sig á síðunni reiðubúna að mæta fyrir framan dómara og taka afleiðingunum.
Lohan skrifaði ótt og títt inn á samskiptasíðuna og í einu tístinu sagði hún “ því miður þá féll ég á lyfjaprófinu sem fór í nú síðast“.
Einnig sagði hún: „Lyfjanotkun er sjúkdómur, sem því miður fer ekki í burtu á einni nóttu. Ég vinn nú hörðum höndum að því að losa mig við fíknina.“
Manneskja sem þekkir vel til Lohan staðfesti að leikkonan hefði fallið á prófinu, við AP fréttastofuna. Þessi tengiliður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, vildi ekki segja hvaða efni það var sem birti þessa jákvæðu niðurstöðu á prófinu.

Þessi niðurstaða gæti þýtt að Lohan hafi brotið skilorð og þyrfti að fara aftur í steininn, en hún var dæmd í þriggja mánaða fangelsi og þrjá mánuði í endurhæfingu þar á eftir, eftir að hafa brotið skilorð eftir að hafa verið handtekin árið 2007 vegna lyfjanotkunar og aksturs undir áhrifum lyfja.

Lohan slapp þó nokkuð vel frá fangelsisvistinni og þurfti aðeins að dvelja þar í tvær vikur og svo 23 daga í endurhæfingu við Ronald Reagan UCLA Medical Center.

Dómari hafði áður hótað því að senda hana í 30 daga fangelsi fyrir hvert brot á skilorði.

Ekki er búið að skipa Lohan að koma fyrir dómara vegna þessa brots ennþá.

Hér er Twitter síða Lindsay Lohan.

Stikk: