Lík Django leikkonu fannst í gljúfri

Talsmaður fjölskyldu Django Unchained leikkonunnar Misty Upham hefur staðfest að lík leikkonunnar hafi fundist í gljúfri í Seattle. Leikkonunnar hafði verið saknað í 10 daga.

Lögreglustjórinn Steve Stocker segir að ekkert bendi til að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti.

misty-upham-topeka-productions-jimmyp-618x400

Kvikmyndagerðarmaðurinn og vinkona Upham, Tracey Rector, segir í frétt The Independent að fjölskyldan telji að Upham hafi ekki tekið eigið líf.

Faðir hennar hafði áður sagt að Upham hefði hætt að taka lyf sín sem hún tók við geðhvarfasýki og kvíða, sem varð til þess að orðrómur um sjálfsmorð fór af stað.

„Fjölskyldan segir, eftir að hafa séð líkið, að þau haldi að Misty Upham hafi ekki framið sjálfsmorð,“ sagði Rector við The Hollywood Reporter.

Leikkonunnar, sem hafði leikið í kvikmyndunum August: Osage County og Django Unchained, hafði verið saknað í 10 daga áður en lík hennar fannst.