Leikur: World’s Greatest Dad

Í ljósi þess að World’s Greatest Dad – með Robin Williams – kemur í búðir á morgun ætla ég að vera með smá leik þar sem fáeinir notendur geta unnið eitt stykki DVD eintak. Fyrir þá sem ekki vita neitt um myndina þá er um að ræða kolsvarta gamanmynd sem undirritaður (ásamt öðrum meðlimum síðunnar) telur klárlega vera þess virði að tékka á. Og þar sem þessi smekklausa (og greinilega vanmetna) perla kom ekki í bíó hér á landi er alveg möst fyrir mig að vekja athygli á DVD útgáfunni, og vonandi koma nokkrum diskum í góðar hendur.

Myndin segir frá Lance Clayton (Williams), miðaldra ljóðakennara sem átti sér háleita drauma um að verða frægur og ríkur rithöfundur, en nokkurn veginn sætt sig við hlutverk sitt í lífinu. Hann á einn son, hinn óþolandi Kyle (Daryl Sabara) sem virðir föður sinn ekki minnsta viðlits. Auk þess á hann í ástarsambandi við listakennara í skólanum, en hún vill ekki að sambandið verði alvarlegt, hvað þá opinbert. Þegar gríðarleg ógæfa ríður svo skyndilega yfir fjölskylduna stendur Lance frammi fyrir mestu ógæfu og stærsta tækifæri lífs síns á sama tíma. Allt í einu stendur hann frammi fyrir því að fá drauma sína um frægð og frama uppfyllta en til þess að geta það þarf hann að lifa við vitneskjuna um hvernig hann komst þangað…

Hefst þá leikurinn. Og þar sem þetta er fyrst og fremst gamanmynd ætla ég að hafa leikinn að þessu sinni á léttari og skemmtilegri nótunum. Það sem ég vil að þú gerir er að segja fyndnasta brandara sem þú hefur heyrt, hér á kommentsvæðinu. Skildu svo eftir netfang svo ég get haft samband skildir þú vinna.

Ef ykkur finnst óþægilegt að gefa upp netföng í opinni umræðu hér á síðunni, þá getið þið alltaf sent mér póst á tommi@kvikmyndir.is og sagt mér hvaða brandara þið voruð með.

Ég dreg út vinningshafa um hádegið á morgun (fimmtudaginn), bið um heimilisföng og þeir fá síðan myndirnar sendar í pósti heim til sín.

Þá er undir ykkur komið að kæta okkur hina aðeins 🙂

Leikur: World's Greatest Dad

Í ljósi þess að World’s Greatest Dad – með Robin Williams – kemur í búðir á morgun ætla ég að vera með smá leik þar sem fáeinir notendur geta unnið eitt stykki DVD eintak. Fyrir þá sem ekki vita neitt um myndina þá er um að ræða kolsvarta gamanmynd sem undirritaður (ásamt öðrum meðlimum síðunnar) telur klárlega vera þess virði að tékka á. Og þar sem þessi smekklausa (og greinilega vanmetna) perla kom ekki í bíó hér á landi er alveg möst fyrir mig að vekja athygli á DVD útgáfunni, og vonandi koma nokkrum diskum í góðar hendur.

Myndin segir frá Lance Clayton (Williams), miðaldra ljóðakennara sem átti sér háleita drauma um að verða frægur og ríkur rithöfundur, en nokkurn veginn sætt sig við hlutverk sitt í lífinu. Hann á einn son, hinn óþolandi Kyle (Daryl Sabara) sem virðir föður sinn ekki minnsta viðlits. Auk þess á hann í ástarsambandi við listakennara í skólanum, en hún vill ekki að sambandið verði alvarlegt, hvað þá opinbert. Þegar gríðarleg ógæfa ríður svo skyndilega yfir fjölskylduna stendur Lance frammi fyrir mestu ógæfu og stærsta tækifæri lífs síns á sama tíma. Allt í einu stendur hann frammi fyrir því að fá drauma sína um frægð og frama uppfyllta en til þess að geta það þarf hann að lifa við vitneskjuna um hvernig hann komst þangað…

Hefst þá leikurinn. Og þar sem þetta er fyrst og fremst gamanmynd ætla ég að hafa leikinn að þessu sinni á léttari og skemmtilegri nótunum. Það sem ég vil að þú gerir er að segja fyndnasta brandara sem þú hefur heyrt, hér á kommentsvæðinu. Skildu svo eftir netfang svo ég get haft samband skildir þú vinna.

Ef ykkur finnst óþægilegt að gefa upp netföng í opinni umræðu hér á síðunni, þá getið þið alltaf sent mér póst á tommi@kvikmyndir.is og sagt mér hvaða brandara þið voruð með.

Ég dreg út vinningshafa um hádegið á morgun (fimmtudaginn), bið um heimilisföng og þeir fá síðan myndirnar sendar í pósti heim til sín.

Þá er undir ykkur komið að kæta okkur hina aðeins 🙂