Leikur djöfladýrkanda

La Bamba leikarinn Lou Diamond Phillips hefur verið ráðinn í hlutverk fjöldamorðingjans Richard Ramirez, sem þekktur var sem „The Night Stalker“ eða eða Nætur hrellirinn, í lauslegri þýðingu. Tökur eiga samkvæmt Variety að hefjast í sumar.

lou diamond

 

 

 

 

 

 

 

 
Ramirez framdi illvirki sín árið 1985.

Rakin verður saga morðingjans og hún fléttuð inn í skáldaða sögu, þar sem útgangspunkturinn er viðtal sem tekið var við Ramirez í fangelsi þegar hann er tekinn að reskjast, þar sem lögfræðingur er að reyna að draga fram játningu hjá honumtil að bjarga öðrum manni af dauðadeild.

Richard_Ramirez_2007Ramiez var sanntrúaður djöfladýrkandi og var sakfelldur fyrir 13 morð, og sýndi aldrei iðrun. Hann lést á dauðadeild árið 2013 úr krabbameini.

Megan Griffiths leikstýrir eftir eigin handriti.

Griffiths hefur áður gert myndina Lucky Them með Toni Collette og Johnny Depp sem frumsýnd var á Toronto kvikmyndahátíðinni árið 2012 og Eden með Beau Bridges sem var frumsýnd árið 2012.

Phillips er sem stendur að leika aðalhlutverkið í Netflix seríunni Longmire og er væntanlegur í myndinni The 33 þar sem hann leikur á móti Antonio Banderas, James Brolin og Juliette Binoche.