Leikaraliðið klárt í Godzilla

Warner Bros. Pictures og Lengendary Pictures tilkynntu í dag að búið væri að ráða alla helstu leikarana í  Godzilla. Tökur á myndinni eru að hefjast í Vancouver í Kanada.

Með aðalhlutverk í myndinni fara Aaron Taylor-Johnson, Ken Watanabe sem var að bætast í hópinn, Elizabeth Olsen, og Juliette Binoche Einnig eru þeir David Strathairn og Bryan Cranston á meðal leikara.

Leikstjóri Godzilla er Gareth Edwards og handritið skrifuðu Max Borenstein, Frank Darabont og Dave Callaham. Frumsýningardagur er fyrirhugaður 16. maí 2014 og verður hún sýnd í þrívídd.