Langella fer til Reykjavíkur

Hin þekkti leikari Frank Langella, sem var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á Nixon Bandaríkjaforseta í myndinni Frost / Nixon, er búinn að skrifa undir samning um að leika í myndinni Reykjavík, sem fjallar um leiðtogafund Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbachev aðalritara Sovétríkjanna í Höfða í Reykjavík árið 1986.

Í þetta skipti verður Langella ekki í hlutverki forseta Bandaríkjanna, heldur mun hann leika Paul Nitze, einn af helstu ráðgjöfum Bandaríkjaforseta í málefnum Sovétríkjanna til meira en 40 ára.

Það er Michael Douglas sem leikur Ronald Reagan,og Christoph Waltz sem leikur Mikhail Gorbachev, en Waltz fékk sem kunnugt er Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni Inglorious Basterds og er tilnefndur í ár fyrir leik sinn í Django Unchained.