Kenningar og ástir Stephen Hawking

TTOE_D04_01827.NEFNý kvikmynd um eðlisfræðinginn Stephen Hawking er væntanleg frá framleiðslufyrirtækinu Working Title Films. Kvikmyndin ber heitið Theory of Everything og verður frumsýnd þann 7. nóvember næstkomandi.

Myndinni er leikstýrt af James Marsh sem áður hefur gert kvikmyndina Man on Wire. Það er leikarinn Eddie Redmayne sem fer með hlutverk Hawking og Felicity Jones fer með hlutverk konu hans, Jane.

Theory of Everything fjallar um yngri ár Hawking er hann stundaði nám við háskólann í Cambridge og þegar hann kynntist Jane. Ný stikla úr myndinni var sýnd í dag og í henni er farið lauslega í gegnum byrjun sjúkdómsins sem hefur hrjáð hann alla tíð síðan og byltingarkenndar kenningar hans. Stikluna má sjá hér að neðan.

Hawking er þekktur fyrir að sýna fram á að tilvist sérstaða í afstæðiskenningunni og að svarthol gefa frá sér geislun. Bók hans Saga tímans (A Brief History of Time), sem út kom 1988 og varð mjög vinsæl. Hawking er fjölfatlaður, eins og flestir vita, og þjáist af sjúkdómi sem þekktur er undir nafninu ALS. Hawking er nær algjörlega lamaður og tjáir sig með aðstoð tölvu. Hawking hefur kvænst tvisvar og á þrjú börn.