Hawking langar að leika illmenni

gVzgAEðlisfræðingurinn Stephen Hawking, sem er söguhetja myndarinnar The Theory of Everything, sagði frá því í nýlegu viðtali að hann gæti vel hugsað sér að reyna fyrir sér á leiklistarsviðinu.

,,Ég myndi vilja leika illmenni í James Bond-mynd,“ var haft eftir Hawking í viðtali við Wired Magazine. ,,Ég held að hjólastóllinn og tölvuröddin myndi fullkomna persónuna,“.

Hawking reynir ekki við garðinn þar sem hann er lægstur líkt og fyrri daginn því hann þyrfti að keppast um hlutverkið við engan annan en Christoph Waltz, en talið er að Waltz sé í viðræðum að leika illmennið í nýjustu James Bond-myndinni.

Hawking hefur áður komið fram í eigin persónu í myndum á borð við Star Trek og svo ljáði hann rödd sína inn á The Simpsons-þátt. Hawking kom einnig fyrir í nýjustu uppsetningu Monty Python hópsins, þar sem hann söng lagið „Galaxy Song“.