Kassatröll vernda heimkynni sín

unnamed (85)Teiknimyndin Kassatröllin (The Boxtrolls) verður frumsýnd með íslensku tali, föstudaginn 17. október. Myndin verður sýnd í Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri.

Hinn sérvitri Eggs er munaðarlaus drengur sem hefur verið alinn upp af vingjarnlegum tröllum sem búa í helli og njóta þess að safna rusli. Þessi svokölluðu ‘Kassatröll’ eru eina fjölskyldan sem Eggs á sér að og flækjast þar af leiðandi málin óskaplega þegar illur meindýraeyðir að nafni Archibald Snatcher kemst að tilvist þeirra og ákveður að ganga frá þeim í eitt skipti fyrir öll. Er þá undir drengnum komið að hjálpa fjölskyldu sinni hvað sem það kostar.

Myndin er byggð á bókinni Here Be Monsters og kemur frá sömu aðstandendum og færðu okkur hinar virtu teiknimyndir Coraline og ParaNorman.

Stikk: