Jon Polito úr Big Lebowski fallinn frá

Sjónvarps- og kvikmyndaleikarinn Jon Polito er látinn 65 ára að aldri, úr krabbameini, en margir muna eftir honum í myndum Coen bræðra, eins og The Big Lebowski, Barton Fink og Miller´s Crossing. 

jon polito

Polito fæddist árið 1950 í Fíladelfíu í Bandaríkjunum og ferill hans spannaði þrjá og hálfan áratug. Á meðal minnisstæðustu hlutverka hans var glæpaforinginn Johnny Caspar í Miller’s Crossing.

Leikstjórinn John McNaughton, sem vann með Polito að sjónvarpþáttaröðinni Homicide: Life on the Street, og Masters of Horrors, sagði fyrst frá andláti leikarans.

„Það hryggir mig að segja að kær vinur og samstarfsfélagi, Jon Polito, er fallinn frá,“ sagði McNaughton. „Hann lék í meira en 100 kvikmyndum, óteljandi sjónvarpsþáttum og á sviði á Broadway.“

Polito sást síðast í Big Eyes frá árinu 2014 og lék hlutverk Dragna árið 2013 í Gangster Squad. 

Polito lætur eftir sig eiginmanninn Darryl Armbruster.