Jarðarfararstemmning í Fast 7

Vin Diesel er duglegur að setja inn ljósmyndir á Facebook úr myndinni sem hann er að vinna að þessa stundina, Fast & Furious 7.

fast6-newfeature

Það er engin sérstök hátíðarstemmning í myndinni, og menn fremur niðurdregnir.

Ekki lesa lengra ef þú hefur ekki séð síðustu Fast and the Furious mynd!

Mögulega er fólkið statt í jarðarför Han, en hann var drepinn í lok síðustu myndar, Fast & Furious 6, af persónu Jason Statham, sem leikur einmitt þorparann í nýju myndinni.

Disel hafði þetta að segja um myndina á Facebook síðu sinni: „Fyrsta vikan í tökum, hefur verið bæði áköf og fjarstæðukennd …

P.s. ein frá tökustað … frekar sorglegt augnablik í sögu okkar …“

Myndin gerist eftir að Dominic Toretto og liðið hans hefur hjálpað til við að ráða niðurlögum illmennisins Owen Shaw í mynd númer sex, en nú vill bróðir hans, Ian Shaw, hefna bróður síns. Sögusvið myndarinnar er í Los Angeles og aðrir leikarar eru m.a. Jason Statham, Tyrese Gibson, Tony Jaa, Kurt Russell, Nathalie Emmanuel, Lucas Black og Djimon Hounsou.

Leikstjóri er hrollvekjumeistarinn ungi, James Wan, sem hefur leikstýrt hverri gæðahrollvekjunni á eftir annarri, Saw, Insidious, The Conjuring, Insidious: Chapter 2. 

Myndin verður frumsýnd 11. júlí á næsta ári.

Kíktu á myndina hér fyrir neðan:

vin diesel