Íslenska myndin Ruins safnar pening

Leikstjórinn og framleiðandinn Vilius Petrikas hefur í huga að gera alíslenska hryllingsmynd sem ber nafnið Ruins og verður tekin upp á Vestfjörðum. Nú stendur yfir söfnun fyrir myndina á vefsíðunni Indiegogo þar sem áhugasamir geta styrkt myndina með peningagreiðslu.

Hægt er að styrkja myndina um mismunandi upphæðir eftir því hver fjárstyrkur hvers einstaklings er. Fyrir hverja upphæð er hægt að fá eitthvað til baka, en sem dæmi má nefna að fyrir 10 dollara færðu niðurhal á myndinni í háskerpu ásamt því að koma sjálfum þér á kreditlistann. Fyrir 5.000 dollara fæst ferð til Íslands þar sem þú færð að taka þátt í tökunum! Kynningarmyndband fyrir Ruins má sjá hér fyrir neðan.

Þetta er í eitt af fáum skiptum sem íslensk mynd leggur í svona söfnun, en vefsíður eins og Indiegogo og Kickstarter hafa orðið mjög vinsælar í sjálfstæða kvikmyndageiranum þar sem þær gera leikstjórum og framleiðendum kleift að koma myndum sínum á framfæri á ódýran hátt. Við greindum frá því í fyrra að heimildarmyndin Indie Game hafi lagt í söfnun á Kickstarter og úr varð mynd sem sló í gegn á Sundance. Íslenska heimildarmyndin Startup Kids, sem fjallar um frumkvöðla, er nú í bígerð, en fjármagn fyrir þá mynd safnaðist einmitt á Kickstarter!

Hægt er að lesa um fyrri verk Vilius ásamt því að fá að innsýn inn í gerð myndarinnar á vefsíðu Indiegogo – en á vefsvæðinu er einnig hægt að styrkja myndina. Við mælum með þessu – klikkið hér!