Ice Cube leikur Skrögg í jólamynd

Ice Cube mun leika sjálfan Skrögg, eða Scrooge, í nýrri mynd sem verður byggð á sígildri jólasögu Charles Dickens, A Christmas Carol. ice cube

Myndin nefnist Humbug og á að gerast í nútímanum.

Universal tryggði sér réttinn á myndinni eftir baráttu við þrjú önnur kvikmyndaver.

Tim Story, sem vann með Ice Cube við löggumyndina Ride Along, verður leikstjóri. Framhaldsmyndin Ride Along 2 er einmitt væntanleg í bíó snemma á næsta ári.