Mágar í Miami – Fyrsta stikla og plakat!

Í fyrri myndinni, sem var stórskemmtileg, þurfti Ben Barber ( Kevin Hart ) að sanna fyrir bróður tilvonandi eiginkonu sinnar ( Ice Cube ) að hann væri nógu mikill karl í krapinu til að mega kvænast systurinni, og nú í mynd númer tvö fara þeir mágarnir tilvonandi til Miami að handsama eiturlyfjabarón, rétt áður en brúðkaupið á að eiga sér stað – en munu þeir ná heim í tæka tíð?

Auk þeirra Hart og Ice Cube fara þau Benjamin Bratt og Olivia Munn með stór hlutverk.

Sjáðu fyrstu stiklu úr Ride Along 2 og nýtt plakat þar fyrir neðan!

Ride Along 2 kemur í bíó 15. janúar 2016.

ride along 2