Hvar er Valli?… Á leiðinni í bíó

Það virðist vera að útlitslega áberandi gleraugnaglámurinn í röndóttu peysunni sé á leiðinni í bíó. Kvikmyndafyrirtækið MGM hefur eignað sér réttinn á „Where’s Waldo?“ bókunum. Af hverju?
Nú vegna þess að myndir byggðar á teiknuðum skáldsögum eru svo vinsælar oft.

Þó svo að margir fyllist eflaust smá nostalgíu við tilhugsunina að sjá Valla í bíó, þá er skorturinn á innihaldinu það sem gerir mann mest forvitinn gagnvart afrakstri þessarar myndar, svo ekki sé minnst á markmið bókanna.

Fyrir þá sem ekki vita þá ganga Vallabækurnar út á flóknar teikningar sem sýna alls konar fígúrur í miklum troðningi og lesandinn hefur það hlutverk að finna „sögupersónuna,“ á hverri einustu blaðsíðu. Skemmtilegar bækur sem undirritaður átti í æsku. Hversu erfitt ætli sé að tækla þetta bíóhandrit?

Sagt er að þetta eigi að vera leikin mynd en ekki teiknimynd, en framleiðslan er núna á grunnstigi og er hvorki búið að ráða leikstjóra né handritshöfund.

Öh… skoðanir?