Hlakkar til að deyja

Breski Monty Python grínistinn og leikarinn John Cleese segist hlakka til að deyja af því að „… flest aðal fólkið er dautt – ég mun verða í frábærum félagsskap og skemmta mér vel.“

John Cleese

Cleese hefur að undanförnu verið á fullu að kynna sjálfsævisögu sína So Anyway, og lét orðin um dauðann falla á bókakynningu á Cheltenham bókmenntahátíðinni.

Cleese sagði að meðal þess sem hann hlakkaði til væri að vera laus við ýmsar ógnir samtímans. „Ég á kannski fimm, sex ár eftir, og þegar ég fer þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af ebólu eða ISIS, og ég hlakka til þess,“ sagði leikarinn, sem er þekktur fyrir kaldhæðni sína.

Cleese segist ekki ætla að leika í fleiri bíómyndum, og líklega eru það vonbrigði fyrir marga sem halda upp á leik hans í bíómyndum eins og A Fish Called Wanda og Fierce Creatures. „Þetta er allt of mikil vinna. Þetta tekur tvö til þrjú ár og ég er allt of gamall í svoleiðis ferli,“ sagði Cleese aðspurður um hvað hann hygðist fyrir á næstu árum. „Ef ég myndi byrja á nýrri mynd núna myndi það drepa mig.“

 

Stikk: