Hjálpin á toppinn – nýjar myndir ógnuðu ekki fyrstu sætunum

Þrátt fyrir að fjórar nýjar myndir hafi verið frumsýndar í Bandaríkjunum um helgina, náði engin mynd að velta myndunum The Help og Rise of the Planet of the Apes úr tveimur fyrstu sætum bíóaðsóknarlistans í Bandaríkjunum.

The Help, fór upp í efsta sæti, á annarri viku sinni á listanum, og þénaði 20,5 milljónir Bandaríkjadala. Myndin er drama með þeim Emma Stone og Viola Davis í aðalhlutverkum. Aðsókn að myndinni minnkaði um aðeins 21% milli vikna og heildartekjur af sýningu myndarinnar standa nú í 71,8 milljónum dala.

Rise of the Planet of the Apes, datt niður í annað sætið, eftir að hafa verið í fyrsta sæti í tvær vikur í röð, og þénaði nú 16,3 milljónir dala. Myndin hefur alls þénað 133,8 milljónir dala.

Spy Kids: All the Time in the World gekk best af nýju myndunum sem frumsýndar voru. Myndin var þriðja mest sótta myndin, og þénaði 12 milljónir dala, aðeins meira en Conan the Barbarian, sem fékk 10 milljónir dala í kassann.

Hinar tvær nýju myndirnar, Fright Night, og One Day, lentu í sjötta og níunda sæti, Fright Night með 7,9 milljónir dala í tekjur og One Day með 5,1 milljón dali.

Aðrar myndir á topp tíu listanum eru The Smurfs með 5,8 milljón dollara, og er nú komin með alls 117,8 milljónir dala í tekjur, Final Destination 5, lenti í sjöunda sæti með 7,7 milljónir dala í þénustu, 30 minutes or less, lenti í áttunda sæti með 6,3 milljónir, Crazy Stupid Love lenti svo í tíunda sætinu með 4,9 milljónir dala.