Hemingway sleppur úr fangelsi – Fyrsta stikla!

Eftir röð af aukahlutverkum í kvikmyndum, þar á meðal í myndum leikstjórans Steven Soderbergh, og í myndinni Anna Karenina á síðasta ári, þá er kominn tími á aðalhlutverk hjá breska leikaranum Jude Law. Um er að ræða hlutverk Dom Hemingway í samnefndri mynd, um ruddalegan, grófan og kjánalegan mann, sem er nýsloppinn úr fangelsi.

jude_law-620x435

Myndin er eftir handritshöfundinn og leikstjórann Richard Shepard (The Matador og The Hunting Party).

Sjáðu fyrstu stikluna sem var að koma út:

Myndin fjallar eins og áður sagði um Dom Hemingway, sem er nýsloppinn úr fangelsi eftir að hafa dúsað þar í 12 ár. Hann er nú aftur kominn á kreik og vill rukka inn greiða frá því áður en hann var í fangelsi. Hann þarf einnig að koma skikki á tengsl sín við glæpaheiminn og fjölskylduna sem hann skildi eftir.

Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto sem lauk nú nýverið. Aðrir leikarar eru m.a.  Richard E. Grant, Emilia Clarke og Demian Bichir.

dom-hemingway-poster

Myndin kemur í bíó í Bretlandi í nóvember og verður frumsýnd í Bandaríkjunum í apríl nk.