Headhunters á leið til Bandaríkjanna

Bandaríksu kvikmyndaréttindin að norsku metsölubók Jo Nesbøs, Headhunters (Hodejegerne), hafa verið seld til Summit Entertainment (Twilight, The Hurt Locker og 50/50). Bókin kom nýlega út í Bandaríkjunum og hefur notið gríðarlegra vinsælda meðal gagnrýnenda og lesenda um allan heim og kvikmynd framleidd af þeim sömu og færðu okkur kvikmyndirnar byggðar á Stieg Larson-þríleiknum, er væntanleg hérlendis þann 21. í þessum mánuði. Kvikmyndin hefur nú þegar verið seld til 50 landa, en það er nýtt met fyrir kvikmyndamarkað Norðmanna.

Bókin er glæpasaga um manninn Robert Brown sem ákveður að ná ómetanlegu málverki úr höndum fyrrverandi málaliða, en þegar hann lætur til skara skríða verður honum augljóst að hann hefur komið sér í mun verri aðstæður en hann hafði hugsað sér.

Bækur Nesbøs hafa verið þýddar í yfir 40 löndum og hefur Nesbø verið tilnefndur til margra virtra verðlauna á ferli sínum.