Harrelson og Eisenberg saman á ný

En ekki í Zombieland 2 – allavega ekki strax. Hinsvegar var Woody Harrelson að bætast í hóp Morgan Freemans, Mark Ruffalo, Isla Fischer, Melanie Laurent og að sjálfsögðu Jesse Eisenberg í næstu mynd Lois Leterrier, Now You See Me. Myndin fjallar um hóp sjónhverfingamanna sem ræna banka á meðan á brellusýningu þeirra stendur og alríkislögregluna á hælum þeirra.

Harrelson leikur dáleiðslumeistara sem unnið hefur á Englandi en lenti í veseni og gengur til liðs við hópinn „The four horsemen“ – þjófana. Isla Fisher er Henley, tæknimaður hópsins, Jesse Eisenberg er leiðtogi hópsins, Melanie Laurent er fyrrum töfrakona, Mark Ruffalo er FBI-lögga, og Morgan Freeman er fyrirlitinn töframaður sem hefur það að atvinnu að afhjúpa trikk félaga sinna.

Vissulega er þetta frekar klikkað konsept, en vonandi er eitthvað annað en tékkaheftið sem lokkar þennan þétta leikhóp að efninu. Reyndar hef ég litla trú á Lois Leterrier í leikstjórastólnum, sérstaklega eftir Clash of the Titans sem var náttúrulega hræðileg. (Og hugmyndin um að verið sé að vinna að framhaldi að þeirri mynd, en ekki td. Kick Ass, sem kom út sömu helgi, er mér óbærileg). En nóg um það, kannski Leterrier geti bætt sig með þessari?