Handritshöfundar Triplets ráðnir

Universal hefur ráðið tvo handritshöfunda fyrir gamanmyndina Triplets, sem er framhald Twins frá árinu 1988.

Þeir heita Josh Gad og Ryan Dixon, samkvæmt síðunni Deadline.com.

Arnold Schwarzenegger og Danny DeVito munu endurtaka hlutverk sín í Triplets, eða Þríburunum. Eddie Murphy hefur verið orðaður við hlutverk þriðja bróðurins.

Ivan Reitman, sem leikstýrði Twins, verður framleiðandi. Tökur á myndinni eiga að hefjast á næsta ári.