DeVito spilar Jumanji um næstu jól

Ráðning leikara í framhald ævintýra – gamanmyndarinnar Jumanji: Welcome to the Jungle, sem frumsýnd var árið 2017 og naut mikilla vinsælda, er nú að komast á góðan skrið. Variety kvikmyndaritið greinir frá því að enginn annar en Twins leikarinn Danny DeVito, sé nú orðinn hluti af leikhóp myndarinnar. Á dögunum var sömuleiðis greint frá því […]

Murphy er þriðji þríburinn

Arnold Schwarzenegger sagði í pallborðsumræðum á South by Southwest tónlistar og kvikmyndahátíðinni í Austin í Texas á dögunum að enginn annar en grínleikarinn Eddie Murphy væri búinn að samþykkja að leika í Triplets, eða Þríburum, framhaldi myndarinnar Twins, eða Tvíburum, frá 1988, en þar léku þeir Schwarzenegger og Danny DeVito mjög svo ólíka tvíbura, sem […]

Stríðið heldur áfram

Rithöfundurinn Warren Adler hefur skrifað framhald af bókinni The War of the Roses, og nú er kvikmyndagerð bókarinnar komin í gang. Mynd var gerð eftir fyrstu bók hans, The War of the Roses, sem frumsýnd var árið 1989 og var með þeim Michael Douglas og Kathleen Turner í aðalhlutverkum. Í hinni svörtu gamanmynd The War of […]

Handritshöfundar Triplets ráðnir

Universal hefur ráðið tvo handritshöfunda fyrir gamanmyndina Triplets, sem er framhald Twins frá árinu 1988. Þeir heita Josh Gad og Ryan Dixon, samkvæmt síðunni Deadline.com. Arnold Schwarzenegger og Danny DeVito munu endurtaka hlutverk sín í Triplets, eða Þríburunum. Eddie Murphy hefur verið orðaður við hlutverk þriðja bróðurins. Ivan Reitman, sem leikstýrði Twins, verður framleiðandi. Tökur […]

Arnold, DeVito og Murphy eru þríburar

Á sérstökum tíma frá árunum 1988 til 1994 leikstýrði og framleiddi grín-goðið Ivan Reitman tveimur kvikmyndum með þeim Arnold Schwarzenegger og Danny DeVito í aðalhlutverki: Junior og Twins. Ein fjallaði um óléttan Arnold, á meðan hin fjallaði um ólíklegu fjölskyldubönd þeirra félaga. Sem betur fer hefur Junior 2 ekki enn séð dagsins ljós, en hins […]

DeVito verður skeggjaður skógardvergur

Hinn heitelskaði barnabókahöfundur Dr. Seuss hefur ekki átt sjö daganna sæla í kvikmyndaheiminum þar sem Jim Carrey oflék Trölla árið 2000, sjálfan sig í Horton árið 2008 og Mike Myers gerði útaf við alla ást sem tengdist Kettinum með Höttinn árið 2004. Nú virðist hinsvegar teiknimyndaframleiðendurnir hjá Illumination Entertainment hafa fundið út hvernig skal gera […]