Hætta að tala við fullorðna

As Good as it Gets leikarinn Greg Kinnear og Zero Dark Thirty leikkonan Jennifer Ehle munu leika aðalhlutverkið í nýjustu mynd Love Is Strange leikstjórans Ira Sachs, en tökur myndarinnar hófust í gær, 25. júlí. The Wrap greinir frá þessu.

greg kinnair

Upphaflega átti myndin að heita The Silent Treatment, en sem stendur hefur myndin ekkert heiti.

Kinnear og Ehle munu leika hjón sem erfa hús í Brooklyn í New York, en Paulina Garcia leikur einstæða móður sem rekur fataverslun á neðri hæðinni.

Hinir ungu Theo Taplitz og Michael Barbieri leika vini, en það reynir á vináttu þeirra vegna átaka foreldra þeirra um verslunina.

jennifer ehleÞegar þeir verða peð í þeirri baráttu, þá heita þeir því að hætta að tala við fullorðið fólk í mótmælaskyni.

Alfred Molina, David Krumholtz, Yolonda Ross, Andy Karl, Stella Schnabel og Talia Balsam leika einnig í myndinni.