Godard ætlar að mæta og taka við Óskar

Franska kvikmyndagerðargoðsögnin Jean Luc Godard hefur ákveðið að mæta til að veita viðtöku heiðursóskar 13. nóvember nk. en leikstjórinn hafði áður sagst ekki ætla að mæta, og bar við háum aldri sínum, en maðurinn er 79 ára ( sem er enginn aldur í dag auðvitað ). Aldurinn var hugsanlega bara átylla, til að þurfa ekki að mæta, en samkvæmt samstarfskonu Godard var hann pínu fúll útaf því að afhendingin er nú ekki við sjálfa Óskarsverðlaunahátíðina heldur er búið að færa hana fram í nóvember á svokallað Governors Awards bash, en það var gert til að stytta Óskarsverðlaunahátíðina, sem var farinn að dala í áhorfi all verulega.

Í handskrifuðu bréfi til Akademíunnar þakkar hann fyrir heiðurinn og talar um sig sem fjórðu skyttuna, og vísar þar til þess að þeir verða fjórir sem fá heiðursóskar við þessa athöfn; hann, kvikmyndafræðingurinn Kevin Browley, leikstjórinn Francis Frod Coppola og Eli Wallach.