Getraun: The Social Network (DVD)

Menn vilja meina það að The Social Network sé ein af aðeins tveimur myndum sem þykir líklegust til að hreppa Óskarinn fyrir bestu mynd í ár. En af því gefnu tilefni að þessi stórskemmtilega mynd kom út á DVD í síðustu viku (í alveg hreint ágætri tveggja diska útgáfu meira að segja) ætla ég að kasta fáeinum eintökum í útvalda aðila.sem ná að svara eftirfarandi spurningum rétt. Mjög basic. Þið kannist að sjálfsögðu við þetta 😉

Ég vona að það sé ekki frekja í mér að ætlast til þess að flestir sem heimsækja þennan kvikmyndavef kannist við þessa mynd, en til vonar og vara, fyrir þá sem búa undir grjóti (eða út á landi) þá er hér um marglofaða mynd að ræða sem fjallar um átökin sem áttu sér stað „á bakvið tjöldin“ þegar vefsíðan Facebook var stofnuð. Haustnótt eina árið 2003, settist Harvard nemandinn og forritunarsnillingurinn Mark Zuckerberg (Jesse Eisenberg) niður við tölvuna sína til að byrja að vinna að nýrri hugmynd. Hugmyndin vex upp í að verða alheims samfélagskerfi, og bylting í samskiptum. Sex árum og 500 milljón „vinum“ síðar er Mark Zuckerberg orðinn yngsti bandaríski milljarðamæringur í sögunni…en velgengnin hefur líka í för með sér persónuleg og lagaleg vandamál. Með önnur hlutverk fara Andrew Garfield, Justin Timberlake og Rooney Mara.

Síðastliðið haust héldum við aðstandendur Kvikmyndir.is forsýningu (getið séð hvað áhorfendu sögðu um hana eftirá hér) og við erum óendanlega stoltir af því.

Sama og venjulega. Skítléttur leikur. Þið sendið póst á tommi@kvikmyndir.is og gefið upp fullt nafn og rétt svör. Leikurinn verður í gangi út fimmtudaginn. Ég dreg út á föstudagsmorgninum og sé til þess að vinningshafar verði komnir með diskana í hendur samdægurs.

Hefst þá leikurinn og eins og venjan hefur verið að undanförnu hef ég hann myndskreyttan, því það er svo miklu, miklu skemmtilegra!

1. Tröllakompaníið Sony stendur á bakvið framleiðslu The Social Network, en þeir eru einnig dreifendur hinnar væntanlegu Spider-Man myndar (sem ber hið metnaðarfulla heiti The Amazing Spider-Man). ÞIð sjáið hérna bilaðslega flotta mynd af hetjunni, en spurningin er einfaldlega þessi: Hvaða Social Network leikari fer með hlutverk Kóngulóamannsins?

2. Hér sjáið þið stillu úr ónefndri mynd frá 2009 (einnig Sony-mynd, viti menn). Í þeirri mynd kommentar Jesse Eisenberg á það hversu sáttur hann er með það að enginn er lengur að koma með tilgangslausa Facebook-statusa. Hvaða mynd er þetta?

3 (BÓNUSSPURNING) – Hér megið þið gjöra svo vel að „læka“ Kvikmyndir.is á Facebook ef þið eruð ekki enn búin að því 😉

Enn og aftur: dreg út snemma á föstudaginn. Þið hafið nógan tíma. Megið senda hátt í 3 pósta hver.

Gangi ykkur vel.

T.V.