Getraun: Scream 4

Á morgun verður Scream 4 frumsýnd en það er sennilega mynd sem þarf vart á kynningu að halda, sérstaklega ef þú sækist í kvikmyndavefi. Haldnar voru almennar forsýningar síðustu helgi (endilega kommentaðu skoðun þína ef þú fórst!) og virðist almenningsálitið vera nær því jákvæða.

Án þess að segja frá of miklu þá gerist Scream 4 tíu árum eftir atburði síðustu Scream-myndar, en þá lauk hræðilegri atburðarás, þar sem Sidney Prescott var hundelt af morðingja sem kallaði sig Ghostface eftir draugslegri grímunni sem hann bar. Eftir að fjöldi ungmenna í bænum Woodsboro lét lífið náðist loks að stöðva morðölduna. Nú hefur Sidney loks náð að komast yfir áfallið sem þessu fylgdi, meðal annars með því að skrifa sjálfshjálparbók um reynslu sína. Sú bók hefur slegið í gegn og er Sidney á mikilli kynningarferð um Bandaríkin.

Síðasti viðkomustaðurinn er svo Woodsboro, vettvangur atburðanna hræðilegu, þar sem Sidney hefur ekki stigið fæti í áratug. Þar endurnýjar hún kynnin við lögreglumanninn Dewey og sjónvarpskonuna Gale, auk frændsystkina sinna.
Hins vegar hefur Sidney ekki verið lengi á staðnum þegar Ghostface lætur á sér kræla á ný og ný morðalda fer að ríða yfir bæinn…

Núna fram að morgundeginum mun sérstakur leikur vera í gangi þar sem þú átt séns á opnum boðsmiða á myndina fyrir þig og gest. Það sem þú gerir er að svara afsakplega basic (en mjög svo viðeigandi) spurningu og sendir mér svarið á tommi@kvikmyndir.is. Merktu svo póstinn Scream 4 en það er ekki lífsnauðsynlegt. Bara þægilegra á meðan fleiri en ein getraun er í gangi um þessar mundir. Ég dreg út snemma í fyrramálið þannig að vinningshafar geta kíkt á myndina samdægurs.

Spurningin er ekki flóknari en þessi:

Hver er þín uppáhalds hryllingsmynd og hvers vegna?

Ég dreg svör af handahófi og svara vinningshöfum tilbaka með gleðitíðindum og nánari leiðbeiningum um hvernig skal nálgast miðana.

Gangi ykkur vel og góða skemmtun.

Getraun: Scream 4

Á miðvikudaginn verður Scream 4 frumsýnd en það er sennilega mynd sem þarf vart á kynningu að halda, sérstaklega ef þú sækist í kvikmyndavefi. Haldnar voru almennar forsýningar síðustu helgi (endilega kommentaðu skoðun þína ef þú fórst!) og virðist almenningsálitið vera nær því jákvæða.

Án þess að segja frá of miklu þá gerist Scream 4 tíu árum eftir atburði síðustu Scream-myndar, en þá lauk hræðilegri atburðarás, þar sem Sidney Prescott var hundelt af morðingja sem kallaði sig Ghostface eftir draugslegri grímunni sem hann bar. Eftir að fjöldi ungmenna í bænum Woodsboro lét lífið náðist loks að stöðva morðölduna. Nú hefur Sidney loks náð að komast yfir áfallið sem þessu fylgdi, meðal annars með því að skrifa sjálfshjálparbók um reynslu sína. Sú bók hefur slegið í gegn og er Sidney á mikilli kynningarferð um Bandaríkin.

Síðasti viðkomustaðurinn er svo Woodsboro, vettvangur atburðanna hræðilegu, þar sem Sidney hefur ekki stigið fæti í áratug. Þar endurnýjar hún kynnin við lögreglumanninn Dewey og sjónvarpskonuna Gale, auk frændsystkina sinna.
Hins vegar hefur Sidney ekki verið lengi á staðnum þegar Ghostface lætur á sér kræla á ný og ný morðalda fer að ríða yfir bæinn…

Núna fram að miðvikudeginum mun sérstakur leikur vera í gangi þar sem þú átt séns á opnum boðsmiða á myndina fyrir þig og gest. Það sem þú gerir er að svara afsakplega basic (en mjög svo viðeigandi) spurningu og sendir mér svarið á tommi@kvikmyndir.is. Merktu svo póstinn Scream 4 en það er ekki lífsnauðsynlegt. Bara þægilegra á meðan fleiri en ein getraun er í gangi um þessar mundir. Ég dreg út snemma á miðvikudaginn þannig að vinningshafar geta kíkt á myndina samdægurs.

Spurningin er ekki flóknari en þessi:

Hver er þín uppáhalds hryllingsmynd og hvers vegna?

Ég dreg svör af handahófi og svara vinningshöfum tilbaka með gleðitíðindum og nánari leiðbeiningum um hvernig skal nálgast miðana.

Gangi ykkur vel og góða skemmtun.