Getraun: Scream 4 (DVD)

Í kringum páskana á þessu ári kom hin heldur óvænta Scream 4 í bíó, og frá og með deginum í gær lenti hún í verslanir á DVD. Þetta er ein af þessum myndum sem þarf á lítilli kynningu að halda og þeir kvikmyndaáhugamenn sem hafa aldrei horft á Scream-myndirnar eru að missa af ansi miklu (mínus mynd nr. 3).

En til að rekja söguþráðinn fyrir hina sem hafa séð þríleikinn en ekki þessa nýjustu þá gerist Scream 4 heilum 10 árum eftir atburði síðustu Scream-myndar, en þá lauk hræðilegri atburðarás þar sem Sidney Prescott var hundelt í þriðja sinn af morðingja sem kallaði sig Ghostface eftir draugslegri grímunni sem hann bar. Eftir að fjöldi ungmenna í bænum Woodsboro lét lífið náðist loks að stöðva morðölduna. Nú hefur Sidney loks náð að komast yfir áfallið sem þessu fylgdi, meðal annars með því að skrifa sjálfshjálparbók um reynslu sína. Sú bók hefur slegið í gegn og er Sidney á mikilli kynningarferð um Bandaríkin. Síðasti viðkomustaðurinn er svo Woodsboro, vettvangur atburðanna hræðilegu, þar sem Sidney hefur ekki stigið fæti í áratug. Þar endurnýjar hún kynnin við lögreglumanninn Dewey og sjónvarpskonuna Gale, auk frændsystkina sinna. Hins vegar hefur Sidney ekki verið lengi á staðnum þegar Ghostface lætur á sér kræla á ný og ný morðalda fer að ríða yfir bæinn…

Ef þú vilt vinna þér inn eitt stykki DVD eintak af þessari mynd þá skaltu kanna hversu lærður þú ert í hryllingsmynda- og slasher-geiranum. Allt þetta eru líka myndir sem Hayden Panettiere telur upp í sjálfri myndinni (og líka í trailernum hér að ofan). Þú sendir mér einfaldlega póst á tommi@kvikmyndir.is og segir mér nöfnin á þeim myndum sem verða hér taldar upp. Þú hefur út helgina og dreg ég út vinningshafa snemma á mánudaginn. Af skiljanlegum ástæðum verð ég hins vegar að biðja fólk um að láta kennitölu fylgja með póstinum þar sem ég má ekki gefa neinum disk sem er undir 16 ára. En þá látið þið bara foreldra ykkar senda inn fyrir ykkur 😉

Hefst þetta þá:

Gangi ykkur vel!