Getraun: Scott Pilgrim (DVD)

Þá er komið að síðustu getrauninni okkar fram að jólum, en núna á undanförnum vikum höfum við verið að dæla þeim út í óreglulegu og líklegast nokkuð brjáluðu magni. Mér þykir reyndar býsna viðeigandi að enda þessu leikjabrjálæði okkar á einni skemmtilegustu mynd ársins, sem því miður alltof fáir sáu í bíó. Scott Pilgrim vs. the World kom út á DVD síðastliðinn miðvikudag og ég hef í höndum mínum eintök til þess að gefa.

Söguþráður:
Scott Pilgrim er 22 ára bassaleikari í bílskúrsbandinu Sex Bob-omb og hefur aldrei átt í vandræðum með að ná sér í kærustur, vandamálið hefur frekar verið að losna við þær. En þegar hann hittir loks draumastúlkuna, Ramonu, hefur hún fortíðarbagga sem veldur Scott talsverðum vandræðum, 7 fyrrverandi kærastar sem ætla að drepa hann. Nú verður Scott að losa sig við þá alla til að geta verið með Ramonu sinni.


Scott Pilgrim vs. the World er í miklu uppáhaldi hjá aðstandendum þessarar síðu og ýmsum notendum. Í sumar héldum við klikkaða miðnæturforsýningu og hérna er sumt af því sem gestir sögðu eftir myndina:

„Öll myndin var snilld! Frábær tónlist og vel leikin! Edgar Wright er klárlega einn af uppáhalds grínleikstjórunum mínum þ.s. ég er búinn að horfa á Shaun of the Dead milljón sinnum!“ – Stefán Petterson

„Frábær og frumleg mynd! skemmti mér konunglega“ – Gabríel Jóhann Andrésson

„Blanda af awesome og epicness“ – Sölvi Sigurður

„Scott Pilgrim VS The World tekur allt sem við elskum, slagsmál, gellur, létt steiktar persónur og mjög svo sýrðan húmor, síðan margfaldar hún það með 7. Ég bjóst alltaf við góðri mynd, sérstaklega þar sem ég er einn af þeim sem hefur ekki látið Micheal Cera fara í taugarnar á mér fyrir að leika sama karakterinn aftur og aftur, en það sem ég fékk var veisla fyrir augað, hláturtaugarnar og þessa litlu geðbilun sem er grafin innan í mér sem öskraði „MEIRA!“ í hvert sinn sem eitthvað brjálað gerðist í myndinni. Það var oft.“ – Sigurjón Ingi Hilmarsson

Ef þú vilt eiga möguleika á fríu eintaki þá tekurðu þátt í þessum litla „evil exes“ leiknum mínum. Hann er ekki flókinn og gengur einungis út á það að þú segir mér hverjir leika þá kærasta sem ég tel hérna upp. Sendið mér svo svörin á tommi@kvikmyndir.is og á mánudaginn næsta gætir þú verið kominn með myndina í hendurnar.

Kýlum á þetta…

1.

2.

3.

Gangi ykkur vel.

T.V.