Getraun: Limitless

Á föstudaginn næsta verður „techno-þrillerinn“ Limitless frumsýndur þar sem þeir Bradley Cooper og Robert De Niro fara með aðalhlutverkin. Myndin er frá sama leikstjóra og gerði The Illusionist. Kvikmyndir.is ætlar að nýta sér tækifærið og bjóða fjölmörgum ástkæru notendum sínum (og Bradley Cooper aðdáendum) á myndina. Í boði, eins og venjulega, eru frímiðar fyrir tvo.

Myndin segir frá rithöfundinum og ónytjungnum Eddie Morra (Cooper). Hann vinnur sem textahöfundur og hefur gert samning um að skrifa bók, en textavinnan er tilbreytingarlítil og hann
hefur enn ekki skrifað staf af væntanlegri bók. Tilviljun veldur því að einn daginn situr hann á kaffihúsi með dularfullum manni sem býður honum að prófa nýtt lyf sem á að opna skilningarvitin og auka heilastarfsemi.
Hann afræður að prófa eina töflu og kemst að því að hann verður umsvifalaust gáfaðri, sneggri og skarpari að öllu leyti. Hann klárar bókina á örskotsstundu, lærir nýtt tungumál á nokkrum tímum og sér fjármálaleg mynstur með svo mikilli nákvæmni að hann nær að græða milljónir dollara á örfáum dögum. Lyfið ótrúlega hefur þó fleiri aukaverkanir, því brátt fer Eddie að taka eftir undarlegum atburðum í kringum sig…

Jææææja… Getraunatími! Og þar sem ég veit að mörg ykkar (eða margAR) eruð alveg hreint óð(ar) í bita af Bradley þá ætla ég að láta leikinn snúast alfarið í kringum kappann. Þið tékkið til að sjá hvaða myndir þið þekkið hann úr og sendið mér titlanna á tommi@kvikmyndir.is. Leikurinn verður í gangi fram að laugardaginn. Ég mun hins vegar draga út x marga miða snemma á föstudagsmorgunninn (fyrir ykkur sem viljið skella ykkur í bíó sem fyrst) og svo sólarhringi seinna gef ég afganginn. Ég dreg úr réttum svörum og læt vinningshafana vita hvar þeir geta nálgast miðana sína. Einfalt að venju.

Byrjum á þessu:

Hvað heita eftirfarandi myndir sem Bradley Cooper leikur í?

1.

2.

3.

(ef ykkur finnst þetta brjálað erfitt þá getið þið rennt músina yfir og séð faldar vísbendingar)

Gangi ykkur vel. Sjáumst vonandi í bíó.