Gallarnir við Batman og Robin

Batman_&_robin_posterFjórða og vægast sagt umdeildasta Batman-myndin, Batman & Robin, segir frá titilhetjunum tveimur og baráttu þeirra við hinn snarbrjálaða Mr. Freeze og kvendjöfulinn Poison Ivy.

Þegar Batman & Robin kom fyrst út þá fékk hún það afleita dóma að í kjölfarið hættu framleiðslufyrirtæki að fjármagna kvikmyndir byggðar á myndasögum í nokkurn tíma á eftir. Myndin var tilnefnd til 11 Razzie-verðlauna árið 1998, þar með talin versta kvikmyndin. Einnig setti myndin feril George Clooney í klemmu og þurfti hann að sanna sig upp á nýtt til þess að ná fótfestu í bransanum að nýju.

Gagnrýnendurnir hjá CinemaSins hafa tekið saman 122 galla við kvikmyndina. Ef þér fannst Batman & Robin léleg þegar þú sást hana í fyrsta skipti, prófaðu þá að horfa á hana aftur, eða það sem betra er, horfðu á aðeins 19. mínútur af því sem var slæmt við myndina.

Kvikmyndinni var leikstýrt af Joel Schumacher, sem hefur m.a. beðist afsökunar á myndinni. George Clooney fór með hlutverk Batman/Bruce Wayne í myndinni og í öðrum meginhlutverkum voru Alicia Silverstone, Chris O’Donnell, Arnold Schwarzenegger og Uma Thurman.