Fyrsta Star Trek Beyond stiklan

Nú þegar Star Wars the Force Awakens er handan við hornið, fáum við fyrstu opinberu stikluna fyrir nýju Star Trek myndina, Star Trek Beyond, kom út í dag.

Miðað við það sem sést í stiklunni þá er ljóst að von er miklum hasar, smá skammti af gríni, og fullt af flottum leikurum. Myndin kemur í bíó næsta sumar.

Þau Chris Pine, Simon Pegg, Zachary Quinto og Zoe Saldana snúa nú öll aftur í þessari þriðju mynd í þessari seríu af Star Trek. Justin Lin leikstýrir, en einn nýr aðalleikari hefur bæst í hópinn; Luther leikarinn breski Idris Elba.

star trek

Stiklan hefst með lagi Beastie Boys, Sabotage, sem er tilvísun í fyrstu myndina, en svo fáum við að sjá hverja persónuna á fætur annarri, nýja geimverutegund og USS Enterprise geimskipið í loftsteinaregni, svo eitthvað sé nefnt.

dsfajd

Star Trek Beyond verður frumsýnd 22. júlí nk.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: