Fyrsta myndin af Williams í hlutverki Péturs Pan

Ný kvikmynd um ævintýri Péturs Pan er væntanleg og fer leikkonan Allison Williams með titilhlutverkið í myndinni sem nefnist Peter Pan Live. Williams er best þekkt fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum vinsælu, Girls. 

Fyrsta myndin af Williams í hlutverkinu var birt í dag og má sjá hana hér að neðan.

peterpan

Með önnur hlutverk í myndinni fara Christopher Walken sem Svartskeggur og Christian Borle sem Hr. Smee.

Myndin er framleidd af NBC og verður frumsýnd á sjónvarpsstöðinni í desember.