Frumsýning: Hvellur

Heimildamyndin Hvellur verður frumsýnd í Bíó Paradís á morgun fimmtudaginn 24. janúar.

Í tilkynningu frá framleiðendum segir að Hvellur fjalli um þann einstaka atburð í sögunni þegar bændur sprengdu stíflu í Laxá við Mývatn fyrir rúmum 40 árum og komu í veg fyrir eyðileggingu Laxár og Mývatns. 113 bændur lýstu verkinu á hendur sér og 65 voru ákærðir. Samstaðan brást aldrei og aldrei kom fram hverjir sprengdu, fyrr en nú í þessari mynd.

Söguþráðurinn er þessi: Hvellur fjallar um einstakan atburð í sögunni. Að kvöldi 25. ágúst
1970 tóku bændur í Suður-Þingeyjarsýslu sig saman og sprengdu í loft
upp stíflu í Laxá við Mývatn. Bændurnir höfðu mótmælt harðlega
virkjanaáformum á svæðinu en sjónarmið þeirra voru virt að vettugi.
Með sprengingunni tókst þeim að koma í veg fyrir eyðileggingu Laxár og
Mývatns. 113 lýstu verkinu á hendur sér, 65 voru ákærðir. Samstaðan
brást aldrei og aldrei kom fram hver sprengdi. Þessi uppreisn markaði
upphaf náttúruverndarbaráttu á Íslandi.

Leikstjóri: Grímur Hákonarson
Framleiðendur: Sigurður Gísli Pálmasson, Hanna Björk Valsdóttir
Framleiðslufyrirtæki: Ground Control Productions