Jæja, er þá Christopher Nolan næstur í röðinni?
Kvikmyndaverið Sony Pictures hefur frestað stórum hluta væntanlegra kvikmynda, en á meðal þeirra er stórmyndin Ghostbusters: Afterlife. Upphaflega stóð til að frumsýna kvikmyndina 10. júlí næstkomandi en má nú gera ráð fyrir endurræsingunni þann 5. mars 2021. Jafnframt er búið að fresta kvikmyndunum Morbius, Peter Rabbit 2 og stríðsdramanu Greyhound… Lesa meira
Fréttir
53% kvikmyndagerðarmanna finna fyrir tekjutapi nú þegar eða innan viku
Niðurstöðurnar eru sláandi.
Félag kvikmyndagerðarmanna (FK) stóð fyrir könnun á meðal félagsmanna sinna til að meta þau alvarlegu áhrif sem vírusinn hefur á starfsemi og afkomu kvikmyndagerðarmanna. Könnunin var framkvæmd í formi spurningakönnunar á vefnum dagana 25. – 27. mars og svarendur voru alls 130. Um er að ræða fólk sem starfar á… Lesa meira
36 kvikmyndir um heimsfaraldur eða smit – Frá Quarantine til Cabin Fever
Hversu margar hefur þú séð?
Kvikmyndir um heimsfaraldur hafa verið á vörum margra á undanförnum vikum. Á þessum sérkennilegu og fordæmalausu tímum COVID-19 hafa margir rifjað upp kynnin við þær bíómyndir sem hafa gert útbreiðslu vírusa góð skil á einn hátt eða annan. Að því tilefni - og til að vonandi breiða út nýjum eða… Lesa meira
Spider-Man myndin frá James Cameron sem aldrei varð
Heimur ofurhetjukvikmynda hefði eflaust orðið allt öðruvísi.
Lengi vel stóð til hjá ofurframleiðandanum og kvikmyndagerðarmanninum James Cameron að gera kvikmynd um Köngulóarmanninn. Þetta var snemma á tíunda áratug síðustu aldar og hefði þá Cameron verið fyrstur manna til að tjalda heilmiklu til og koma ofurhetjunni á stóra skjáinn. Augljóslega varð þó lítið úr þeim plönum og var… Lesa meira
Vinsælast á Netflix á Íslandi – Tom Cruise og konungur tígranna
Íslendingar hafa verið duglegir að nýta sér Netflix undanfarnar vikur.
Notkun Íslendinga á streymisveitunni Netflix hefur aukist stöðugt á undanförnum árum (og ekki síður undanfarna daga þegar sóttkví Íslendinga eykst með degi hverjum) og virðist vera nóg af framboði efnis sem hentar hverjum og einum. Nýverið tók veitan upp á því að birta lista yfir tíu vinsælustu titla í hverju… Lesa meira
100 frábærar gamanmyndir fyrir erfiðu tímana – Hversu margar hefur þú séð?
Taktu könnunina og kannaðu hversu margar þú hefur séð.
Breski kvikmyndagerðarmaðurinn Edgar Wright (Shaun of the Dead, Hot Fuzz o.fl.) vonast til að geta veitt fólki einlæga aðstoð á þessum erfiðu tímum og mæla með bíómyndum sem vonandi ná að gleðja, hvort sem það eigi við um fólk í sóttkví eða annars konar einangrun. Á kvikmyndavefnum Letterboxd birtist listi… Lesa meira
Reiknað með skorti á sjónvarpsefni í haust: „Þá verðum við bara að tala saman og spila.“
„Þetta er það sama alls staðar,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir.
„Þetta er það sama alls staðar. Þetta er bæði með kvikmyndir sem eru að fara í tökur, sem eru í tökum eða kvikmyndir sem á að frumsýna. Það er enginn að fara að frumsýna neins staðar núna því það er enginn að fara að mæta á sýningar í þeim bíóhúsum… Lesa meira
Bílabíó í Borgarnesi – Nýtt líf á dagskrá
Bíóið verður opið öllum á meðan pláss leyfir á bílaplaninu.
Í undirbúningi er uppsetning á bílabíói í Borgarnesi. Verður það mánudaginn 30. mars klukkan 20:00 á plani við reiðhöllina Faxaborg, rétt ofan við Borgarnes. Á dagskrá er kvikmyndin Nýtt Líf, fyrsta kvikmynd þríleiksins um Danna og Þór eftir Þráin Bertelsson. Í þessari mynd reyna þeir fyrir sér í fiskiðnaðinum. Bíóið… Lesa meira
Bergmál vinnur til verðlauna í Rússlandi
Bergmál hefur verið að ferðast víða á milli kvikmyndahátíða síðan í haust.
Kvikmyndin Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson vann aðalverðlaun dómnefndar á kvikmyndahátíðinni Gyllti hrafninn sem fór fram dagana 9. - 15. mars í Anadyr í Rússlandi. Þetta kemur fram á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands en það var Vigfús Þormar Gunnarsson, leikari og eigandi Doorway casting sem sá um leikaraval fyrir Bergmál, veitti verðlaununum… Lesa meira
Grætur þú yfir þessum teiknimyndum?
„Ef þú kemst í gegnum Grave of the Fireflies með þurran vanga þá vantar eitthvað mikilvægt inn í þig,“
Teiknimyndir sem listform eru ekki eingöngu barnaefni og er það með ólíkindum hvernig teiknimyndir úr æskunni geta mótað fullorðinsárin. Sumir fella tár yfir bíómyndum, aðrir (því miður) ekki, en í Facebook-hópnum Fullorðins aðdáendur teiknimynda má finna ýmsa sem hafa margt til að mæla með sem togar í hjartaræturnar. Í líflegum… Lesa meira
Twin Peaks gerði Beverly Hills 90210 að veruleika – „Ég fíla þetta!“
„Mér fannst þetta ótrúlega spennandi. Öllum fannst þetta óttalega lélegt,“ segir Sigurjón Sighvatsson framleiðandi.
„Tímarnir hafa breyst en ég sagði alltaf áður; Ef þú ætlar að koma þér eitthvað fyrir í þessum bransa þarna úti [í Hollywood] þá tekur það 10 ár.” Þetta segir Sigurjón Sighvatsson, athafnamaður, þekktur kvikmyndaframleiðandi og næsti gestur Loga Bergmanns í næsta þætti af Með Loga. Í viðtalinu fer Sigurjón… Lesa meira
Alæta á allt nema subbulegar ofbeldismyndir
„Þetta verður allt opið,“ segir Helgi Snær, umsjónarmaður hlaðvarpsins BÍÓ.
Glænýtt hlaðvarp hóf göngu sína á Mbl.is á dögunum sem ber einfaldlega heitið BÍÓ og við hvetjum fólk eindregið til að kynna sér þáttinn. Umsjónarmaður er Helgi Snær Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, ásamt Þóroddi Bjarnasyni frá Kvikmyndir.is, sem einnig er blaðamaður á Mogganum. Ber þess að geta að allir þættirnir… Lesa meira
Handritshöfundur Contagion tjáir sig: „Ekki spurning um hvort, heldur hvenær“
Scott Z. Burns reiknaði með þessum faraldri. Hann reiknaði þó aldrei með núverandi Bandaríkjaforseta.
Á undanförnum mánuðum hefur spennutryllirinn Contagion frá 2011 vakið heilmikið umtal í ljósi útbreiðslu kórónuveirunnar og komið sér hratt á ófáa vinsældarlista. Margir hafa verið að kynna sér myndina, annaðhvort upp á nýtt eða í fyrsta sinn, og er víða rætt hvernig framvinda hennar speglar samtímann í dag. Contagion er… Lesa meira
Fresta útgáfu Wonder Woman
Það hlaut að koma að þessu.
Kvikmyndafyrirtækið Warner Bros. hefur ákveðið að fresta frumsýningu á stórmyndinni Wonder Woman 1984. Frumsýna átti myndina þann 5. júní næstkomandi en því hefur nú verið frestað um tvo mánuði og lendir þá ofurhetjan 14. ágúst. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hefur hver stórmyndin á eftir annarri fallið af plani næstkomandi frumsýninga. Kvikmyndahús… Lesa meira
Getur þú gert gamanmynd á 48 klukkustundum?
„Með gleði og húmor komumst við í gegnum þessa skrítnu tíma,“
Gamanmyndahátíð Flateyrar hefur í samstarfi við Reykjavík Foto að efnt til 48 stunda gamanmyndakeppni á netinu. Keppnin gengur út á það að eintaklingar eða lið geta skráð sig til leiks og frá og með 27. mars fá liðin 48 klukkustundur til að fullklára gamanmynd út frá því þema sem verður… Lesa meira
Kvikmyndahúsum Íslands lokað
Bíóhúsum á landinu hefur verið lokað í ótilgreindan tíma vegna COVID-19.
Bíóhúsin á landinu hyggjast loka í ótilgreindan tíma vegna COVID-19. Að öllu óbreyttu er búist við að fáein kvikmyndahús verði áfram opin í dag en breytingin tekur formlega gildi frá og með morgundeginum. Þessar fréttir koma í kjölfar hertari aðgerða um samkomubann. Í gær tilkynnti heilbrigðisráðherra að hann hafi ákveðið… Lesa meira
Ómissandi „’90s“ myndir: „Besti áratugurinn og það af ýmsum ástæðum“
„Þetta eru fordæmalausir tímar og þá má maður aðeins missa sig“
„Lengi getur vont versnað, eða þannig. Áfram þrammar veiruskömmin og hefur áhrif á líf okkar... Þetta eru fordæmalausir tímar og þá má maður aðeins missa sig.“ Þetta segir í grein Sæunnar Tamar Ásgeirsdóttur, en hún birtir annað slagið færslur í svonefnda Kvikmyndahorni Sæunnar á vefnum Lady.is. Að þessu sinni er þemað kvikmyndir frá… Lesa meira
Vinsælast á Netflix á Íslandi – Dragdrottningar á toppnum
RuPaul stekkur í efsta sætið.
Notkun Íslendinga á streymisveitunni Netflix hefur aukist stöðugt á undanförnum árum (og ekki síður undanfarna daga þegar sóttkví Íslendinga eykst með degi hverjum) og virðist vera nóg af framboði efnis sem hentar hverjum og einum.Nýverið tók veitan upp á því að birta lista yfir tíu vinsælustu titla í hverju landi,… Lesa meira
Seríur í sérflokki fyrir sóttkvína: „Bestu sjónvarpsþættir sem gerðir hafa verið“
„Upphaf núverandi gullaldar má rekja til bandarísku kapalstöðvarinnar HBO“
„Við lifum á tímum fordæmalauss sjónvarpsgláps þar sem tugir frábærra þáttaraða eftir fremsta kvikmyndagerðarfólk heims eru aðeins einum fjarstýringarsmelli frá okkur. Á þessum orðum hefst upptalning á sjónvarpsseríum sem þykja hentugar á fordæmalausum tímum, til að mynda fyrir sóttkvína, að mati Davíðs Roach Gunnarssonar á menningarvef RÚV. Í samantektinni er… Lesa meira
Klárar Jarðarförina í sóttkví – „Alveg frábær tímasetning“
„Það er enginn að fara í bíó,“ segir Kristófer Dignus.
Um páskana verður frumsýnd glæný þáttaröð með Þórhalli (Ladda) Sigurðssyni í lykilhlutverki en þættirnir bera heitið Jarðarförin mín og má nú sjá fyrsta sýnishorn úr seríunni. Þættirnir verða sex talsins og eru framleiddir af Glassriver Productions.Þættirnir eru byggðir á hugmynd Jóns Gunnars Geirdals, frasakóngs og athafnamanns, en þættirnir eru sagðir… Lesa meira
Útilokar ekki fjórðu „Before“ myndina: Vill sjá parið á Ítalíu í miðjum faraldri
„Jesse og Celene geta verið syngjandi með öllu fólkinu á svölunum“
Bandaríski leikarinn Ethan Hawke hefur undanfarna daga verið í einangrun í heimahúsum. Hann gaf sér þó tíma fyrir spjall við kvikmyndavefinn IndieWire og átti viðtalið sér stað gegnum Instagram. Hawke fór yfir víðan völl í viðtalinu en leikarinn varð spenntur þegar umræðan snerist að Before-þríleiknum. Segist hann ólmur vilja sjá… Lesa meira
Eyþór lofsyngur Spinal Tap – Segir frasana enn notaða í tónlistarbransanum
„Hún er kannski ekkert ofsalega merkileg en verður einhvern veginn alltaf fyndnari“
Eyþór Ingi Gunnlaugsson tónlistarmaður sá gamanmyndina This is Spinal Tap í fyrsta skiptið þegar hann var í framhaldsskóla og hafði hún mikil áhrif á hann á þeim mótandi árum. Enn þann dag í dag horfir Eyþór reglulega á myndina og alltaf nýtur hann þess jafn mikið. „Þetta er ein af… Lesa meira
Lilly neitar að fara í heimasóttkví – „Ekki góður dagur fyrir aðdáendur Lost“
Evangeline Lilly hefur orðið fyrir miklu aðkasti á netinu vegna ummæla hennar um COVID-19.
Kanadíska leikkonan Evangeline Lilly segir það útilokað að hún og fjölskylda hennar fari í heimasóttkví ef þess þarf. Lilly er þekktust fyrir hlutverk sín úr Lost, Hobbitanum og Ant-Man and the Wasp, svo dæmi séu nefnd. Nýlega hefur leikkonan orðið fyrir miklu aðkasti á samfélagsmiðlum sínum eftir að hún birti… Lesa meira
Lengri útgáfa af The Rise of Skywalker ekki í spilunum: „Ég get ekki ímyndað mér myndina betri“
J.J. Abrams sagður ólíklegur til að gefa út „leikstjóraútgáfu“ af Star Wars IX.
Eins og eflaust mörgum Star Wars-aðdáendum er kunnugt um voru viðtökurnar við níundu og nýjustu mynd svonefndu Skywalker-sögu, The Rise of Skywalker, vægast sagt blendnar. Ef marka má gagnrýnendavefinn Rotten Tomatoes hefur engin leikin Star Wars kvikmynd hlotið slakari dóma og hafa margir hverjir verið duglegir að deila um gæði… Lesa meira
Verulegur tekjumissir í íslenskri kvikmyndagerð
Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna áhrifa sem COVID-19 hefur á kvikmyndagerðina.
„Þessir óvenjulegu tímar sem Covid-19 veldur snerta kvikmyndagerðina eins samfélagið í heild sinni. Starfsemi kvikmyndahúsa og annarra menningarstofnana raskast verulega og kvikmyndahátíðin Stockfish hefur þurft að aflýsa nánast öllum viðburðum hátíðarinnar og frumsýningum nýrra mynda er frestað.“ Svona hefst tilkynning Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) og segir þar frá áhrifum kórónaveirunnar á… Lesa meira
Simon Pegg með mikilvæg skilaboð: „Við sigrumst á heimsendanum í sameiningu“
„Vertu heima, ef þú getur. Fáðu þér tebolla og bíddu eftir að þetta er allt saman hjá liðið,“ segir Pegg.
Myndband með bresku leikurunum Simon Pegg og Nick Frost hefur fengið víða dreifingu á veraldarvefnum í miðju ástandi COVID-19, en þar vitna þeir í atriði úr hinni stórfrægu Shaun of the Dead.Í ljósi veirunnar hafa ótalmargir notendur samfélagsmiðla verið duglegir að deila ákveðnu „meme“ (e. „jarmi“) úr zombie-gamanmyndinni vinsælu. Allir… Lesa meira
Hollt að hafa efasemdir í leiklistinni
„Það er ekkert merkilegra heldur en sköpun; að búa til eitthvað, segja sögur og miðla sögum,“ segir Lára Jóhanna.
„Í leiklistinni fær maður alveg djúpar efasemdir um til hvers í andskotanum við séum að þessu en síðan kemst ég að því að það er ekkert merkilegra heldur en sköpun; að búa til eitthvað, segja sögur og miðla sögum. En mér finnst það á móti frekar hollt að hafa efasemdirnar… Lesa meira
Endaþarmsop fjarlægð úr Cats: „Við þurfum öll á þessu að halda núna“
„Sumir kettir eru í buxum, aðrir ekki“
Hingað til hefur árið 2020 verið eins og eitthvað úr súrrealískri stórslysamynd. Nú hefur hið furðulega náð hinu ótrúlegasta hámarki og snýr það (en ekki hvað?) að söngleiknum Cats. Umtalið í kringum myndina hefur yfirleitt verið annaðhvort eitrað eða undirstaða óteljandi brandara. Nýverið var skammarstimpillinn endanlega innsiglaður í Hollywood þegar… Lesa meira
Gullregn komin á skjáleigurnar í ljósi stöðunnar
Nú er hægt að streyma nýjustu mynd Ragnars Bragasonar á verði eins bíómiða.
„Fyrir þá sem ekki komast í bíó. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu mun GULLREGN verða aðgengileg á VOD leigum Símans og Vodafone frá og með deginum í dag. Streymið heima í stofu fyrir verð eins bíómiða og njótið ein eða með ástvinum. Fariði varlega og verið góð hvert við annað.“… Lesa meira
Sjáðu fyrstu 10 mínúturnar úr The Skywalker Legacy
Þetta eru góðar tíu mínútur.
Stórrisarnir hjá Disney hafa hlaðið upp fyrstu tíu mínútunum úr heimildarmyndinni The Skywalker Legacy, sem tilheyrir aukaefni Blu-Ray útgáfu The Rise of Skywalker. Þarna er farið ítarlega á bak við tjöld níundu og nýjustu myndarinnar í myndabálknum og einnig fjallað um gerð gamla þríleiksins, með áður óséðu myndefni frá tökum… Lesa meira

