Fréttir

Black Adam með risahelgi hér og í USA


Rúmlega sex þúsund manns greiddu aðgangseyri á nýjustu kvikmynd Dwayne Johnson, Black Adam, nú um helgina sem skilaði henni á topp íslenska bíóaðsóknarlistans.

Rúmlega sex þúsund manns greiddu aðgangseyri á nýjustu kvikmynd Dwayne Johnson, Black Adam, nú um helgina sem skilaði henni á topp íslenska bíóaðsóknarlistans, en myndin var frumsýnd á föstudaginn. Kóngurinn er risinn úr dvala. Tekjur myndarinnar voru ríflega tíu milljónir króna. Tekjur myndarinnar í öðru sæti, Kalli káti krókódíll, sem… Lesa meira

Ævar og Gyllenhaal eru Finnur Klængs – sjáðu alla íslensku leikarana


Sjáðu hvaða íslensku leikarar fara með helstu hlutverk í Disney teiknimyndinni Skrýtinn heimur!

Disney-teiknimyndin Skrýtinn heimur, eða Strange World, er væntanleg í bíó 25. nóvember næstkomandi. Myndin segir frá hinni goðsagnakenndu Klængs landkönnunarfjölskyldu. Misklíð milli þeirra gæti sett strik í reikning væntanlegs leiðangurs sem er jafnframt sá mikilvægasti til þessa. Með í för er sundurleitur hópur sem samanstendur m.a. af hrekkjóttu slími, þrífættum… Lesa meira

Syngjandi krókódíll sem elskar bað og kavíar


Fjölskyldumyndin Kalli káti krókódíll , sem kemur í bíó í dag, er tónlistargamanleikur sem færir krókódílinn indæla til ungra áhorfenda um allan heim.

Fjölskyldumyndin Kalli káti krókódíll , sem kemur í bíó í dag, er byggð á metsölu-barnabókaflokki eftir Bernard Waber. Á frummálinu heitir Kalli Lyle og myndin er tónlistargamanleikur sem færir krókódílinn indæla til ungra áhorfenda um allan heim. Erfitt að aðlagast nýju aðstæðum Þegar Primm-fjölskyldan flytur til New York-borgar á ungur… Lesa meira

Hrollvekjuveisla – Nýr þáttur af Bíóbæ


Black Adam, Halloween Ends og hrollvekjur koma við sögu í glænýjum þætti af Bíóbæ!

Glænýr þáttur af kvikmyndaþættinum Bíóbæ var frumsýndur á Hringbraut nú í vikunni og hægt er að berja hann augum hér fyrir neðan. Hrekkjavökuþema í Bíóbæ. Í þættinum kennir ýmissa grasa en eins og segir í kynningu frá umsjónarmönnum, þeim Gunnari Antoni og Árna Gesti, verða þeir svolítið grimmir við nýju… Lesa meira

Hefnd úr fortíðinni


Næstum fimm þúsund árum eftir að honum hlotnaðist almáttur hinna fornu guða losnar Black Adam úr jarðnesku grafhýsi sínu.

Næstum fimm þúsund árum eftir að honum hlotnaðist almáttur hinna fornu guða – og var jafnskjótt hnepptur í fjötra í hinni fornu borg, Kahndaq – losnar Black Adam (Dwayne Johnson) úr jarðnesku grafhýsi sínu staðráðinn í að útdeila sínu einstaka réttlæti í heimi nútímans. Ný kvikmynd um ofurhetjuna kemur í… Lesa meira

Kalli er kátari en hinir – Fimm aðrar krókódílamyndir


Kalli káti krókódíll er væntanlegur í bíó. Hann er mun léttari og kátari en margir ættbræður hans og systur.

Kalli káti krókódíll kemur í bíó á föstudaginn. Af því tilefni datt okkur í hug að setja saman stuttan lista af krókódílamyndum, þó ekki séu þær allar jafn fjölskylduvænar og Kalli káti krókódíll og krókódílarnir ekki endilega jafn mannblendnir! Kalli í baði. Crocodile Dundee (1986 ) Michael J. "Crocodile" Dundee… Lesa meira

Leynilögga keppir um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin


Leynilögga hefur verið tilnefnd sem besta gamanmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum (European Film Awards) í ár.

Leynilögga, kvikmynd í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar, hefur verið tilnefnd sem besta gamanmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum (European Film Awards) í ár. Verðlaunahátíðin fer fram í Reykjavík 10. desember. Hún er haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu. Þetta kemur fram í… Lesa meira

Andhetja á gráu svæði – Myndband


Vondu kallarnir fá að kynnast Black Adam réttlæti!

Dwayne Johnson, sem fer með hlutverk ofurhetjunnar Black Adam í samnefndri kvikmynd sem kemur í bíó á föstudaginn, segir í glænýju kynningarmyndbandi að andhetja, líkt og Black Adam, lifi á gráa svæðinu þegar kemur að ofurhetjuheiminum. Hann segir að þegar komi að ofurhetjum almennt sé þetta yfirleitt svart eða hvítt,… Lesa meira

Glæpadrama sigraði PIFF


Pólska myndin 25 Years of Innocense var valin besta myndin í fullri lengd á kvikmyndahátíðinni PIFF á Ísafirði.

„Viva il cinema“, sagði Hermann Weiskopf einn af kvikmyndagerðarmönnunum sem tóku þátt í Piff (Pigeon International Film Festival) um helgina. Á íslensku myndi það útleggjast sem lifi bíóið. „Þetta er kannski ekki stærsta hátíð í heimi en hún hefur stórt, stórt hjarta,“ bætti hann við. Nokkrir af verðlaunahöfum hátíðarinnar: Halldóra… Lesa meira

Hrollvekjandi vinsældir


Íslendingar eru hrifnir af hrollinum þessa dagana eins og topplisti bíóaðsóknarlistans ber vitni um.

Hrollurinn er allsráðandi á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans enda er hrekkjavakan á næsta leiti og myrkrið umvefur okkur hér á norðurhjara meira og meira með hverjum deginum. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Hryllingsmyndin Smile er nú þriðju vikuna í röð á toppi listans og hefur nokkurt forskot á myndina… Lesa meira

Girndin sem tengir saman daga og nætur


Í Sumarljós og svo kemur nóttin er sögumaður ekki einn heldur allir.

Í nýjasta tölublaði Kvikmynda mánaðarins sérblaði Fréttablaðsins er fjallað um íslensku kvikmyndina nýju Sumarljós og svo kemur nóttin: Ef þú leggur við hlustir þá segir Þorpið þér kannski nokkrar ósagðar sögur. Sögur af forstjóranum unga sem dreymir á latínu og fórnar fjölskyldu og glæstum frama fyrir gamlar bækur og stjörnukíki,… Lesa meira

Eldur, haf og hrikaleg stemmning


Kíktu á stemmninguna í Black Panther: Wakanda Forever!

Wakanda þjóðflokkurinn stendur frammi fyrir nýjum ógnum í Marvel ofurhetjumyndinni Black Panther: Wakanda Forever sem kemur í bíó í næsta mánuði. Myndin er framhald Black Panther frá 2018 sem meðal annars fékk þrenn Óskarsverðlaun og var tilnefnd til fjögurra til viðbótar. Stríðsdansinn stiginn. Kíktu á nokkur kynningarmyndbönd fyrir myndina hér… Lesa meira

Sundlaugar og sumarljós – Nýr þáttur af Bíóbæ!


Triangle of Sadness, The Woman King, Sundlaugasögur og Sumarljós og svo kemur nóttin í splunkunýjum þætti af Bíóbæ!

Splunkunýr þáttur af kvikmyndaþættinum Bíóbæ var frumsýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í vikunni og nú er hann einnig kominn hér inn á kvikmyndir.is. Í þættinum ræða umsjónarmenn um nýju Ruben Östlund myndina Triangle of Sadness sem vann Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi á þessu ári - en það er… Lesa meira

Viola Davis og geggjaðar bardagasenur


The Woman King er mögnuð saga Agojie, harðsnúinnar kvennahersveitar sem verndaði afríska konungsríkið Dahomey á 19. öld.

Kvikmyndin The Woman King, sem kemur í bíó í dag, er mögnuð saga Agojie, harðsnúinnar kvennahersveitar sem verndaði afríska konungsríkið Dahomey á 19. öld af eldmóði sem seint verður toppaður. Óárennileg. The Woman King er innblásin og byggð á raunverulegum atburðum og fjallar um epíska og tilfinningaríka rússíbanareið hershöfðingjans Nanisca,… Lesa meira

Halloween svíkur aldrei


Jamie Lee Curtis snýr aftur í síðasta sinn sem Laurie Strode, í hlutverkinu sem lagði grunninn að ferli hennar fyrir 45 árum.

Jamie Lee Curtis snýr aftur í síðasta sinn sem Laurie Strode, hlutverkinu sem lagði grunninn að ferli hennar fyrir 45 árum, í hrollvekjunni Halloween Ends sem kemur í bíó í dag. Enn á ný fáum við að sjá hana kljást við grímuklædda raðmorðingjann Michael Myers í lokaslag sem aðeins annað… Lesa meira

Búa sig undir stríð


Skoðaðu stórglæsileg plaköt fyrir persónurnar úr Black Panther: Wakanda Forever!

Það styttist óðum í Marvel ofurhetjumyndina Black Panther: Wakanda Forever, framhald Black Panther frá árinu 2018. Myndin mun sigla í kvikmyndahús á Íslandi ellefta nóvember næstkomandi. Miðað við stiklu myndarinar er ljóst að þá verður mikið um dýrðir. Opinber söguþráður er þessi: Ramonda drottning, Shuri, M'Baku, Okoye og Dora Milaje… Lesa meira

Hver er þessi Black Adam?


Ofurhetjumyndin Black Adam kemur í bíó í næstu viku. En hver er þessi "nýja" ofurhetja?

Ofurhetjumyndin Black Adam kemur í bíó í næstu viku, nánar tiltekið þann 21. október. En hver er þessi "nýja" ofurhetja sem einhverjir hafa vafalaust aldrei heyrt getið um? Black Adam (Teth-Adam / Theo Adam) er persóna úr ofurhetjubókum og blöðum sem bandaríska teiknimyndasögufyrirtækið DC Comics gefur út. Dwayne Johnson tilbúinn… Lesa meira

Ástarljóð á filmu til íslenska sjávarþorpsins


Gagnrýnandi mælir með Sumarljós og svo kemur nóttin. Hann segir söguna marglaga og styrkleikana fleiri en veikleikana.

Sumarljós og svo kemur nóttin í leikstjórn Elfars Aðalsteinssonar er byggð á samnefndri verðlaunabók Jóns Kalmans Stefánssonar. Persónur úr sjávarþorpi á Vesturlandi tengjast allar þráðum í ýmsum litum, misþykkum. Ólafur Darri Ólafsson á fantaleik í Sumarljós og svo kemur nóttin, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Jóns Kalmans Stefánsssonar. MYND/SKJÁSKOT… Lesa meira

Sminkan gaf fjórar stjörnur – Nýr þáttur af Bíóbæ


Amsterdam, Blonde, Alcarràs, Alan Litli og Mrs. Harris Goes to Paris koma öll við sögu í nýjasta þætti Bióbæjar!

Í nýjasta þætti af kvikmyndaþættinum Bíóbæ, sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, koma þeir  Bíóbærsbræður Gunnar Anton og Árni Gestur víða við því þátturinn er stútfullur af spennandi efni. Líflegar umræður um Blonde. Í þættinum fjalla þeir m.a. um nýjustu kvikmynd verðlaunaleikstjórans David O. Russel, Amsterdam, undir yfirskriftinni Ringulreið í… Lesa meira

Áfram tilefni til að brosa breitt


Engin kvikmynd komst nálægt því að ógna stöðu hrollvekjunnar Smile á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.

Engin kvikmynd komst nálægt því að ógna stöðu hrollvekjunnar Smile á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina. Fjöldi splunkunýrra kvikmynda voru þó frumsýndar eða endurfrumsýndar, myndir eins og Alan litli, Amsterdam, Mrs. Harris Goes to Paris og Sundlaugasögur. Óttaslegin. Eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan námu tekjur… Lesa meira

Hugljúft og glettið ævintýri


Mrs. Harris Goes to Paris er mynd um ræstingakonu sem á sér þann draum að eignast sérhannaðan Christian Dior kjól.

Kvikmyndin Mrs. Harris Goes to Paris, sem kom í bíó nú um helgina, er mynd um að því er virðist venjulega breska ræstingakonu sem á sér þann draum að eignast sérhannaðan Christian Dior kjól. Þessi draumur verður til þess að hún lendir í einstöku ævintýri í París. Fær ekknabætur Ada… Lesa meira

Morðgáta í léttum dúr


Amsterdam er lauslega byggð á raunverulegum atburðum frá fjórða áratug síðustu aldar.

Kvikmyndin Amsterdam, sem kemur í bíó í dag hér á Íslandi, er lauslega byggð á raunverulegum atburðum frá fjórða áratug síðustu aldar. Árið 1933, þegar Franklin Delano Roosevelt var nýtekinn við sem forseti Bandaríkjanna í kreppunni miklu, fór í gang samsæri um að bola ríkisstjórn Roosevelts frá völdum og koma… Lesa meira

Vinátta getur komið úr óvæntri átt


Teiknimyndin Alan litli er byggð á vinsælli danskri barnabók eftir leikarana og handritshöfundana Peter Frödin og Line Knuutzon.

Teiknimyndin Alan litli, sem kemur í bíó í dag, er byggð á vinsælli danskri barnabók eftir leikarana og handritshöfundana Peter Frödin og Line Knuutzon. Alan samþykkir að vera mannlegt loftnet. Alan litli er ellefu ára og er nýfluttur með pabba sínum í blokkaríbúð á Amager, en pabbi hans og mamma… Lesa meira

Egill verður Kristófer í Snertingu


Stórleikarinn Egill Ólafsson mun fara með hlutverk Kristófers í kvikmyndinni Snertingu.

Stórleikarinn Egill Ólafsson mun fara með aðahlutverkið, hlutverk Kristófers, í kvikmyndinni Snertingu, sem Baltasar Kormákur bæði leikstýrir og skrifar handritið að ásamt Ólafi Jóhanni Ólafssyni. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns sem var mest selda bók ársins 2020. Í tilkynningu frá framleiðendum segir að tökur myndarinnar hefjist í… Lesa meira

Brosið hratt Abbababb af toppnum


Hrollvekjan Smile kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi.

Hrollvekjan Smile kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi. Kvikmyndin gerði sér þar með lítið fyrir og hratt íslensku dans - og söngvamyndinni Abbababb af toppi listans, en þar hafði hún setið vikurnar tvær þar á undan. Ógn og skelfing. Smile var sýnd í níu sölum um… Lesa meira

Meistaraverk um mat og streitustig


Það er sjaldan sem viðlíka tækifæri gefst til að reka á eftir fólki á kvikmyndasýningu, en hér er skylduáhorf fyrir alla unnendur góðra kvikmynda.

Annað slagið heyrist því fleygt að allar manneskjur þurfi að gegna þjónustustarfi á einhverjum tímapunkti ævi sinnar. Þannig öðlist fólk skilning á fleiri lögum samfélagsins og verði á endanum betri manneskjur. Það kann vel að vera að slík kaffistofuspeki sé sönn á Íslandi, en hún er vafalítið enn sannari í… Lesa meira

Stökk upp í sætinu


Kvikmyndasíðan Heaven of Horror gefur hrollvekjunni Smile toppeinkunn í nýlegri umfjöllun.

Kvikmyndasíðan Heaven of Horror gefur hrollvekjunni Smile toppeinkunn í nýlegri umfjöllun. Myndin kom í bíó á Íslandi um helgina. Segir gagnrýnandi síðunnar að kvikmyndagestir eigi gott í vændum. Hrollurinn hríslist um áhorfendur, hljóðhönnunin sé frábær og myndheimurinn sömuleiðis. "Þetta er sígild hryllingsmynd þar sem áhersla er lögð á bæði söguframvindu… Lesa meira

Smælað framan í heiminn – Nýr þáttur af Bíóbæ


Í nýjasta þætti af kvikmyndaþættingum Bíóbæ smæla þeir Bíóbærsbræður Gunnar Anton og Árni Gestur framan í heiminn, svitna í eldhúsinu og neita að klippa.

Í nýjasta þætti af kvikmyndaþættinum Bíóbæ, sem frumsýndur var á Hringbraut í gær, smæla þeir Bíóbærsbræður Gunnar Anton og Árni Gestur framan í heiminn, svitna í eldhúsinu og neita að klippa. Rætt er um nýja hryllingsmynd, Smile, sem þótti svo góð að henni var gefið tækifæri til að koma í… Lesa meira

Stórglæsilegir Amsterdam leikarar á rauða dreglinum í Lundúnum – myndbönd


Stjörnurnar í kvikmyndinni Amsterdam gengu rauða dregilinn þegar myndin var frumsýnd í Lundúnum í Bretlandi á dögunum.

Stjörnurnar í kvikmyndinni Amsterdam, sem Hildur Guðnadóttir semur tónlistina fyrir, og sagt var frá hér á síðunni í sumar, gengu rauða dregilinn þegar myndin var frumsýnd í Lundúnum í Bretlandi á dögunum. Leikstjóri kvikmyndarinnar er David O. Russell Christian Bale, Margot Robbie, Andrea Riseborough og Rami Malek á frumsýningunni við… Lesa meira

Kvikmyndir mánaðarins á kvikmyndir.is


Kvikmyndir.is hefur hafið birtingu á Kvikmyndir mánaðarins - sérblaði Fréttablaðsins um kvikmyndir.

Kvikmyndir.is hefur hafið birtingu á Kvikmyndir mánaðarins - sérblaði Fréttablaðsins um kvikmyndir, sem gefið er út í byrjun hvers mánaðar. Í blaðinu er eins og nafnið gefur til kynna fjallað um þær kvikmyndir sem frumsýndar eru í íslenskum bíóhúsum í hverjum mánuði. Idris Elba í Beast. Sérblaðið Myndir mánaðarins var… Lesa meira