Paddington traustur á toppnum

Paddington í Perú, þriðja myndin um krúttlega björninn Paddington, er á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð eftir sýningar síðustu helgar. Tekjur voru 4,2 milljónir og gestir 2.700.

Nýja myndin um Bob Dylan, A Complete Unknown, fór beint í annað sæti listans og önnur ný mynd, Flight Risk eftir Mel Gibson settist í sjötta sætið.

Þriðja nýja mynd helgarinnar, Greifinn af Monte Christo, fór beint í níunda sætið.

Sjáðu bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: